Hoppa yfir valmynd
B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti í stjórnun fyrirtækja.

Unnið verði að því að meta framkvæmd á ákvæðum laga um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja sem var bætt við lög um hlutafélög, nr. 2/1995, og lög um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með sérstökum breytingalögum, nr. 13/2010, og tóku gildi 2013. Verkefnið felur m.a. í sér eftirfarandi:

Skoðað verði hvort markmiðunum með setningu ákvæðanna hafi verið náð.
Löggjöfin verði rýnd og skoðað hver sé raunverulegur ávinningur m.t.t. markmiða jafnréttislaga um jöfn áhrif kvenna og      karla í samfélaginu.
Leiðir til úrbóta verði greindar ef þörf þykir.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Allt að 3 millj. kr.
Ábyrgð: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (nú menningar- og viðskiptaráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.5, 5.c, 10.2, 10.3 og 10.5.

Staða verkefnis

Undirbúningur verkefnisins er hafinn. Tölfræðigögnum var safnað um hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja og þau unnin áfram veturinn 2021 en góð tölfræðigögn eru mikilvægur liður í því að meta árangur löggjafarinnar.

Markmiði lagaákvæða um 40% kynjahlutfall er enn ekki náð. Konur mynda 35% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 launamenn eða fleiri. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands frá 17. maí 2022 var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, 41,5% meðal almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% meðal einkahlutafélaga. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% meðal almennra hlutafélaga og 29,3% meðal einkahlutafélaga. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%.

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Almennt má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með stærð bæði stjórna og félaga (talið í fjölda launamanna). Þá er hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum.

Verkefnið er hafið.

Ábyrgð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Staða verkefnis

Hafið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira