Hoppa yfir valmynd
F. Alþjóðastarf

Lýsing á aðgerð

Innleiðing jafnréttisvottunar í þróunarsamvinnu.

Utanríkisráðuneytið innleiði jafnréttisvottun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í samstarfi við Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Helsta markmið vottunarinnar verði að styrkja ráðuneytið og sendiráð Íslands í Lilongwe og Kampala í innra stefnumótunarstarfi í þróunarsamvinnu með sérstakri áherslu á ytra starf á sviði jafnréttismála. Innleiðingarferli hefjist árið 2020 og áætluð lok vottunarferlisins verði í janúar 2021. Ísland verði fyrst aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og þróunarsamvinnunefndar hennar (DAC) til að innleiða slíkt vottunarferli á sviði jafnréttismála.

Tímaáætlun: 2020–2021.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Utanríkisráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Samræmist öllum heimsmarkmiðum en styður einkum markmið 3.1, 3.2, 3.7, 4.1, 4.5, 4.a, 5.4, 6.1 og 6.2.

Staða verkefnis

Ísland hlaut gullvottun frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Development Programme, UNDP) í apríl 2022 og er þar með fyrsta framlagsríkið sem undirgengst slíka vottun. Sjá einnig frétt frá 26. apríl 2022.

Verkefninu er lokið.

Ábyrgð

Utanríkisráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum