Hoppa yfir valmynd

Jafnrétti, menning og listir

D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Unnið verði að því að tryggja jöfn kynjahlutföll meðal listamanna þegar kemur að framboði á menningu og listum á vegum ríkisins og eftirspurn (menningarneyslu). Helstu aðgerðir verði m.a. eftirfarandi:

  • Menningarstofnanir á vegum ríkisins haldi kynjabókhald um menningar- og listviðburði sem þær standa fyrir. Kynjabókhaldið nái til úthlutana úr opinberum sjóðum eftir því sem við á. Kynjabókhald sem nái til menningarneyslu verði aðgengilegt á vefsvæðum stofnananna ásamt samanburði milli ára.
  • Umsjónaraðilar sjóða á sviði menningar og lista birti á vefsíðum sínum greiningu upplýsinga um úthlutanir er sýni kyn, fjármagn, búsetu og árangurshlutfall umsókna. Framsetning upplýsinga og greining á helstu niðurstöðum verði bætt og helstu niðurstöðum ásamt samanburði milli ára verði miðlað í texta á viðkomandi vefsvæðum.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.7, 5.1, 5.5, 10.3 og 16.6.

Staða verkefnis

Unnið er að því að tryggja jöfn kynjahlutföll meðal listamanna þegar kemur að framboði á menningu og listum á vegum ríkisins og eftirspurn (menningarneyslu). Staðan á helstu aðgerðum er eftirfarandi:

  • Við úthlutun úr sjóðum eru teknar saman upplýsingar um hlutfall kynja sem fá úthlutun. Tekin voru saman gögn sem liggja fyrir um menningarneyslu og  hvernig listamannalaun skiptast milli kynja og aldurshópa og verður áfram unnið með þær upplýsingar.
  • Umburðarbréf til menningarstofnana er í undirbúningi.

Verkefnið telst hafið.

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Hafið

Ábyrgð - ráðuneyti

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira