Hoppa yfir valmynd

Kyn og neysla

F. Alþjóðastarf

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Unnið verði að vitundarvakningu um hringrásarhagkerfið, umhverfis- og félagsleg áhrif tísku- og textíliðnaðar og vald neytenda til að stuðla að mannsæmandi og umhverfisvænni framleiðsluháttum með áherslu á samfélagslega ábyrga neyslu á tískufatnaði, endurnotkun og endurvinnslu. Markmið verkefnisins verði að hafa áhrif á hegðun neytenda í anda samfélagslegrar ábyrgðar til hagsbóta fyrir konur bæði sem framleiðendur og neytendur með því að upplýsa almenning, og þá sérstaklega konur, um allan þann kostnað sem fellur til í víðtækum skilningi við framleiðslu og förgun textíls. Auk þess verði markmiðið að samþætta kynjasjónarmið inn í úrgangsforvarnir þannig að draga megi úr ágangi í auðlindir og myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurvinnslu. Þannig megi standa vörð um lífsgæði kvenna og efla enn frekar með því að skapa sóknarfæri í grænum störfum og nýsköpun með kynja- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi, vinna gegn launamisrétti á alþjóðlegum vettvangi og hafa jákvæð áhrif á vinnuumhverfi starfskvenna í textíliðnaði. Verkefnið verði unnið í samstarfi við m.a. Umhverfisstofnun, Neytendastofu, Rauða krossinn, fyrirtækið Aftur og Listaháskóla Íslands og gangi út á eftirfarandi aðgerðir:

  • Gagna um framleiðslu, innkaup, notkun og neyslu textíls verði aflað.
  • Framsetning gagna verði útfærð þannig að nota megi í fræðslutilgangi.
  • Sett verði upp vefsíða þar sem finna megi upplýsingar fyrir almenning og fyrirtæki um umhverfis- og kynjaáhrif framleiðslu og neyslu textíls.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 1,5 millj. kr.
Ábyrgð: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuð þjóðanna: Samræmist öllum heimsmarkmiðin en styður einkum markmið 5.a, 8.4, 8.5, 8.7, 8.8, 10.3, 12.1, 12.2, 12.4, 12.5, 13.2, 13.3, 16.b, 17.14 og 17.16.

Staða verkefnis

Verkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum er lokið og áfram unnið með niðurstöður verkefnisins hjá Umhverfisstofnun og ráðuneytinu. Verkefninu var ætlað að vera vitundarvakning um hringrásarhagkerfið, umhverfis- og félagsleg áhrif tísku- og textíliðnaðar og hvernig stuðla má að mannsæmandi og umhverfisvænum framleiðslu- og neysluháttum með áherslu á samfélagslega ábyrga neyslu á tískufatnaði, endurnotkun og endurvinnslu. Markmið verkefnisins var einnig að samþætta kynjasjónarmið í úrgangsforvarnir þannig draga megi úr ágangi í auðlindir jarðar. Verkefnið skiptist í nokkra hluta, spurningalisti sem var saminn í samstarfi við kynjafræðideild HÍ var sendur af Gallup til þess að safna kyngreindum gögnum um neyslu og viðhorf varðandi tísku, textíl og endurvinnslu á svipuðum tíma og nemar úr LHÍ unnu í greiningu á tonn af textíl úr endurvinnslugámum Rauða krossins. Niðurstöður og efni greininga voru notuð á undirsíðu samangegnsoun.is um textíl og jafnrétti. Fundir voru haldnir með ýmsum hagsmunaaðilum, m.a. í samstarfi við Hönnunarmars og farið yfir niðurstöður auk umræðna um textílsóun sem er verið að nota sem grunn að vinnu um aðgerðaráætlun um textíl. Áframhald miðlunar efnisins mun svo eiga sér stað á næstu mánuðum, t.d. þátttaka í hlaðvarpi Þorsteins V. Einarssonar, Karlmennskan auk samstarfs við áhrifavalda um að vekja áhuga og athygli á textílsóun.

Ábyrgð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið

Ábyrgð - ráðuneyti

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira