Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdasjóður jafnréttismála

A. Stjórnsýslan

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Varið verði 40 millj. kr. samtals af fjárlögum til jafnréttisverkefna á vegum ráðuneyta á tímabilinu 2020–2023. Verkefnin geta verið samstarfsverkefni ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands eða ráðuneyta og ríkisstofnana eða háskólasamfélagsins þar sem tilgangurinn er að nýta niðurstöður, reynslu og þekkingu á sviði jafnréttismála eða innleiða tillögur sem telja má til afraksturs verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðuneytið auglýsi eftir umsóknum frá ráðuneytum og úthluti styrkjum að undangengnu faglegu mati skrifstofu jafnréttismála. Endurskoðaðar reglur sjóðsins og umsóknareyðublöð verði kynnt ráðuneytum fyrir árslok 2019.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 40 millj. kr.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 5 og stuðlar að samþættingu þess við önnur heimsmarkmið.

Staða verkefnis

Endurskoðaðar reglur sjóðsins og umsóknareyðublöð voru samþykkt af ráðherra í janúar 2020. Þeim hluta verkefnis telst lokið. 

Í apríl 2021 var úthlutað til sex verkefna.

 • Dómsmálaráðuneytið fékk styrk til að vinna áfram að greiningu á skráningu í upplýsinga- og starfskerfi sýslumanna. Undanfarin ár hafa sýslumenn unnið að þróun starfskerfa embættanna með það að markmiði að nýta þau sem upplýsingakerfi. Þróa á kerfið áfram og greininga þær upplýsingum ber að skrá til að auka notagildi þess út frá jafnréttis- og kynja sjónarmiðum.
 • Fjármála- og efnahagsráðuneytið fékk styrk til að þróa netnámskeið um jafnréttismál og kynjaða fjárlagagerð fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins.
 • Heilbrigðisráðuneytið fékk styrk til að vinna fimm verkefni sem snúa að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu. Í tengslum við innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar hefur heilbrigðisráðuneytið gert rannsóknar á heilsufari og heilbrigðisþjónustu út frá kynjasjónarmiðum. Framkvæmdasjóður styrkir fimm af þeim tillögum sem skýrslan leggur til: Mat á árangri verkefna og úrræða við móttöku þolenda ofbeldis í nánum samböndum, úttekt á kynjamun legutíma á heilbrigðisstofnunum, fræðsla heilbrigðisstarfsfólks um staðalmyndir og fordóma, bætt aðgengi að tölfræðigögnum um félagslega þætti og söfnun gagna um kynja- og jafnréttisáhrif Covid-19 á notkun heilbrigðisþjónustu.
 • Mennta- og menningarmálaráðuneytið fékk styrk til að þróa gagnvirkt fræðsluefni gegn ofbeldi fyrir börn og ungmenni með því að opna fræðslugátt sem viðbót við núverandi vefgátt 112.is.
 • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fékk styrk til að vinna úttekt á kynhlutföllum í stjórnum fyrirtækja, óháð því hvort þau falli undir löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum. Verkefnið útvíkkar verkefni í framkvæmdaáætlun um jafnrétti í stjórnum fyrirtækja.
 • Utanríkisráðuneytið fékk styrk til að halda málstofu um Istanbúlsamninginn með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi og þátttöku karla í forvörnum gegn ofbeldi. Málstofunni yrði fylgt eftir á formennsku ári Íslands í Evrópuráðinu með viðburði í Strassbourg. Málstofan er kynning á samningnum og innleiðingu hans hér á landi í samræmi við verkefni í framkvæmdaáætlun um innleiðingu Istanbúl-samningsins.

Í apríl 2020 var úthlutað til fimm verkefna.

 • Dómsmálaráðuneytið fékk styrk til að fylgja eftir fyrri rannsókn um Vinnustaðamenningu og kynjatengsl lögreglunnar frá árinu 2011 þar sem kannað er hvort breyting hafi orðið á vinnumenningu innan lögreglunnar frá því að ráðist var í aðgerðir í kjölfar rannsóknar um ástæður þess að konur eru fámennar í hópi lögreglumanna.
 • Mennta- og menningarmálaráðuneytið fékk styrk til að skipuleggja starfsþróun grunnskólakennara með það að markmiði að gera kennara betur í stakk búna til að sinna jafnréttisfræðslu til nemenda og styðja forystu félagslífs skólanna í jafnréttisátt, samkvæmt jafnréttisáætlunum skólanna.
 • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fékk tvo styrki. Annars vegar framhaldsstyrk í tengslum við greiningu á ólíkum ferðavenjum karla og kvenna. Hins vegar styrk fyrir verkefnið konur og siglingar en konur eru nú um 1% þeirra sem starfa við siglingar. Fyrri hlutinn er kynning á störfum kvenna á sjó fyrir nemendur í framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla og markmiðið er að vekja athygli ungra kvenna á þeim fjölbreyttu störfum sem eru í boði á sjó. Seinni hlutinn snýr að hvatningu til fyrirtækja og stofnana með starfsemi á sjó til að veita þar konum aukin tækifæri.
 • Heilbrigðisráðuneytið fékk styrk til verkefnis um karla og heilbrigðisþjónustu þar sem skoðaðar eru ástæður ólíkrar notkunar karla og kvenna á þjónustugáttinni Heilsuvera út frá kynbundnum þáttum.
 • Félagsmálaráðuneytið fékk styrk til að framkvæma mat á kynja- og jafnréttisáhrifum á ákveðnum málefnasviðum ráðuneytisins. 
 • Utanríkisráðuneytið fékk styrk til þriggja verkefna: a) Áframhaldandi vinnu að Rakarastofu viðburðum en markmið þeirra er að efla þátttöku og ábyrgð karla á sviði jafnréttismála. b) Rödd Kvennahreyfingarinnar: leiðir gegn kynbundnu ofbeldi, á vettvangi c) Gerð sérstæðs kynningarefnis erlendis um jafnréttismál.

Auglýst er árlega á tímabili framkvæmdaáætlunar eftir umsóknum í sjóðinn.
Hluta verkefnis er lokið en úthlutun er sífelluverkefni og telst komið vel á veg. 
 

 

 

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið

Ábyrgð - ráðuneyti

Forsætisráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira