Hoppa yfir valmynd

Þátttaka karla í jafnréttismálum

F. Alþjóðastarf

Lýsing á aðgerð

 Um verkefnið

Utanríkisráðuneytið leggi áherslu á hlutverk karla í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi. Í því felist m.a. að halda rakarastofuráðstefnur hjá alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að í þeim tilgangi að fá karla til að axla ábyrgð á kynjajafnrétti, t.d. hjá Alþjóðabankanum. Jafnframt verði haldið uppi málflutningi af hálfu Íslands um þetta málefni hjá alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Karlmenn á Íslandi verði hvattir til að taka undir markmið HeForShe-herferðar UN Women í samræmi við skuldbindingar Íslands í IMPACT-átaki UN Women og samvinna innan íslenska stjórnkerfisins og við frjáls félagasamtök verði efld. Markmið verkefnisins verði aukið eignarhald og þátttaka meðal karlmanna í málefnum er varða jafnrétti kynjanna

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Utanríkisráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.

Staða verkefnis

Ísland leiðir eitt af aðgerðabandalögum UN Women gegn kynbundnu ofbeldi og ein af áherslum þar er samstarf með körlum til að binda endi á kynbundið ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis.

Verkefnið telst vera komið vel á veg.

 

Ábyrgð

Utanríkisráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Ábyrgð - ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira