Hoppa yfir valmynd
A. Stjórnsýslan

Lýsing á aðgerð

Jafnréttisfulltrúar ráðuneyta.

Jafnréttisfulltrúar ráðuneyta starfa á grundvelli 27. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Hlutverk jafnréttisfulltrúa er að fjalla um og hafa eftirlit með jafnréttisstarfi á málefnasviði viðkomandi ráðuneytis og stofnana þess, þ.m.t. að vinna að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða á málefnasviði ráðuneytisins. Jafnréttisfulltrúar afli sér þekkingar á sviði jafnréttismála og starfi eftir samþykktri starfs- og fræðsluáætlun. Starf jafnréttisfulltrúa feli m.a. í sér að:

  • Fylgja eftir verkefnum framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og skila framvinduskýrslum til Jafnréttisstofu.
  • Taka þátt í og leiðbeina við gerð jafnréttismats á lagafrumvörpum.
  • Taka þátt í að móta og innleiða heildstæða áætlun um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins.
  • Endurskoða starfsreglur og fræðsluáætlun jafnréttisfulltrúa.
  • Endurskoða starfsáætlun jafnréttisfulltrúa sem verði tilbúin innan árs frá gildistöku framkvæmdaáætlunarinnar. Í starfsáætlun skal samhæfa öll þau verkefni sem jafnréttisfulltrúum er falið.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr. til fræðslu jafnréttisfulltrúa.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.c, 10.3 og16.6.

Staða verkefnis

  • Eftirfylgni og uppfærsla einstakra verkefna ráðuneyta í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum birtast í mælaborði og eru á ábyrgð jafnréttisfulltrúa
  •  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 12. mars 2021 að upplýsingar um áhrif á jafnrétti kynjanna liggi fyrir þegar mál eru kynnt í ríkisstjórn þannig að hægt verði að taka aukið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Ráðuneytin bera ábyrgð á að kynjasjónarmið séu samþætt við lagasmíði og að gerð sé grein fyrir áhrifum frumvarpsins á kynin í hverju skrefi lagasetningar. Skrifstofa opinbera fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og skrifstofa löggjafamála í forsætisráðuneytinu hafa eftirlit með því að jafnréttismat sé unnið og fylgi gögnum sem eru lögð fyrir ríkisstjórn. Leiðsögn við gerð jafnréttismats á lagafrumvörpum er hluti af verkefnum jafnréttisfulltrúa í hverju ráðuneyti fyrir sig.
  • Ný starfsáætlun jafnréttisfulltrúa Stjórnarráðsins var samþykkt á fundi þeirra þann 4. nóvember 2021.
  • Endurskoðaðar starfsreglur jafnréttisfulltrúa voru samþykktar á fundi ráðuneytisstjóra þann 10. febrúar 2021.

Verkefninu er lokið.

 

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum