Hoppa yfir valmynd
E. Karlar og jafnrétti

Lýsing á aðgerð

Karlar og heilbrigðisþjónusta.

Notkun karla á Heilsuveru – rafrænni þjónustugátt, sem hefur þann tilgang að gera aðgang landsmanna að upplýsingum um heilsu og áhrifaþætti hennar greiðari, verði efld. Jafnframt verði stuðlað að því að auðvelda og jafna aðgang einstaklinga að gögnum úr eigin sjúkraskrám og að öruggum samskiptum við lækna eða starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Þannig hafi vefurinn bæði forvarna- og þjónustugildi. Verkefnið verði unnið í samstarfi við landlæknisembættið og feli í sér eftirfarandi þætti:

  • Skoðaðar verði ástæður að baki mismikilli notkun karla og kvenna út frá kynbundnum áhrifaþáttum.
  • Skoðuð verði almenn og kynskipt notkun út frá þáttum eins og aldri, hjúskaparstöðu, búsetu og uppruna.
  • Tillögur um sérstakar aðgerðir verði gerðar til að jafna hlut karla og kvenna og auka almenna notkun vefsins, m.a. með hliðsjón af fyrrnefndum þáttum.
  • Tillögur skv. c-lið verði innleiddar í kjölfarið.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Rúmast innan fjárheimilda.
Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 3.8, 5.1 og 10.3.

Staða verkefnis

Á árinu 2020 urðu nokkur umskipti í notkun á Heilsuveru. COVID-19 skall á heimsbyggðinni með öllum sínum þunga og mikið reið á að þróa og innleiða nýjar snjalllausnir. Á methraða voru nýjungar innleiddar í Heilsuveru. Niðurstöður úr neikvæðum sýnatökum voru gerðar aðgengilegar í Heilsuveru sem og ýmis vottorð, þ. á m. vottorð um að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn, auk þess sem hægt var að gefa umboð til að sækja lyf í apótek. Þá voru myndsamtöl gerð aðgengileg um Heilsuveru sem og beiðnir um sýnatöku vegna COVID-19 en Ísland var jafnframt fyrsta ríki í heimi til að gefa út gild bólusetningarvottorð gegn COVID-19. Vottorðin eru aðgengileg í Heilsuveru sjö dögum eftir seinni bólusetningu. Heilsuvera er samþættuð COVID-19 sýnatökukerfinu þannig að allt ferli vegna sýnatöku, niðurstöðu úr sýnatöku, sóttkvíar og vottorða er hnökralaust.

Gríðarleg aukning varð í notkun Heilsuveru á árinu 2020 en innskráningar þrefölduðust og voru alls 3,4 milljónir. Tæplega 60% aukning varð í fjölda notenda Heilsuveru á árinu 2020 en þá notuðu 194.180 einstaklingar heilbrigðisgáttina á einhverjum tíma, sem er tæplega 70% af öllum íbúum landsins 16 ára og eldri.

Ef horft er til kynjaskiptingar þá varð mikil breyting á árinu 2020 þar sem fjöldi karla jókst verulega. Á árinu 2020 var hlutfall karla sem notuðu Heilsuveru 45,4% en hlutfall kvenna 54,6%. Þetta er töluverð breyting miðað við árið 2019, en þá var hlutfall karla eingöngu 39% miðað við konur.

Ef litið er til aldurshópa þá er enn nánast enginn munur á fjölda notenda Heilsuveru í aldurshópunum 0-15 ára og 70 ára og eldri. Kynjamunur er áfram mestur í aldurshópnum 20-29 ára, þar sem konur eru 72,5% notenda og karlar 27,4%. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem um er að ræða konur á barneignaraldri.

Á árinu 2021 jafnaðist notkun milli kynja enn frekar út og er nú orðin jöfn meðal karla og kvenna 16 ára og eldri. Markmiði verkefnisins er þar með náð.

Verkefninu er lokið.

Ábyrgð

Heilbrigðisráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum