Hoppa yfir valmynd
B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti á vinnumarkaði.

Eitt af meginmarkmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er jafnrétti á vinnumarkaði. Á gildistíma áætlunarinnar verði unnið að framkvæmd og eftirfylgni verkefna sem m.a. byggjast á tillögugerð aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti sem starfaði á árunum 2012 til 2018:
Skipaður verði samráðshópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. 
Gerð verði rannsókn á launamun karla og kvenna sem nái til vinnumarkaðarins í heild, sbr. ákvæði um jafnlaunavottun í lögum nr. 56/2017 þar sem tekið er fram að ráðherra skuli láta framkvæma mat á árangri jafnlaunavottunar á tveggja ára fresti í samstarfi stjórnvalda, samtaka aðila vinnumarkaðarins og Hagstofu Íslands. Einnig verði skoðað sérstaklega hver séu áhrif jafnlaunavottunar á launaþróun, starfskjör og starfsþróunarmöguleika karla og kvenna, m.a. með hliðsjón af áhrifum barneigna á kjör foreldra.
Jafnréttisstofa fylgi eftir, í samstarfi við samtök aðila vinnumarkaðarins, tillögum aðgerðahóps um launajafnrétti um aðgerðir til að draga úr kynskiptu náms- og starfsvali.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.4, 5.5, 5.a, 5.c, 8.5, 8.7, 8.8, 10.3 og 10.4. 

Staða verkefnis

Skýrsla um virðismat starfa í þágu launajafnréttis sem aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins vann var lögð fram í ríkisstjórn. Í skýrslunni er að finna fjórar tillögur um framhald vinnunnar. 

  • Unnið verði áfram með þátttökustofnununum fjórum í áframhaldandi mati allra starfa og farið í launagreiningu. Markmið verði m.a. að meta kostnað við leiðréttingu hópa ef til þess kemur. 
  • Stofnað verði til samstarfsverkefnis um heildstætt virðismatskerfi sem taki til ríkisstofnana til að byrja með. Verkefnið er mikilvægt langtímaverkefni þar sem kalla þarf að borðinu þá aðila sem best þekkja til og byggja á reynslu af slíkum kerfum hér á landi og erlendis. 
  • Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og aðilar vinnumarkaðarins stofni starfshóp sem fengi það hlutverk að þróa samningaleið að nýsjálenskri fyrirmynd með verkstjórn ríkissáttasemjara. Í því felst að komið verði á aðgengilegri samningaleið til að fjalla um jafnlaunakröfur einstaklinga. 
  • Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, aðilar vinnumarkaðarins og Jafnlaunastofa vinni í sameiningu að gerð verkfæra og fræðslu sem styðji við samstarfsverkefni um heildstætt virðismatskerfi.

Verkefninu telst lokið.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Félagsmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum