Hoppa yfir valmynd
B. Vinnumarkaður – Launajafnrétti kynja

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Eitt af meginmarkmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er jafnrétti á vinnumarkaði. Á gildistíma áætlunarinnar verði unnið að framkvæmd og eftirfylgni verkefna sem m.a. byggjast á tillögugerð aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti sem starfaði á árunum 2012 til 2018:
Skipaður verði samráðshópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. 
Gerð verði rannsókn á launamun karla og kvenna sem nái til vinnumarkaðarins í heild, sbr. ákvæði um jafnlaunavottun í lögum nr. 56/2017 þar sem tekið er fram að ráðherra skuli láta framkvæma mat á árangri jafnlaunavottunar á tveggja ára fresti í samstarfi stjórnvalda, samtaka aðila vinnumarkaðarins og Hagstofu Íslands. Einnig verði skoðað sérstaklega hver séu áhrif jafnlaunavottunar á launaþróun, starfskjör og starfsþróunarmöguleika karla og kvenna, m.a. með hliðsjón af áhrifum barneigna á kjör foreldra.
Jafnréttisstofa fylgi eftir, í samstarfi við samtök aðila vinnumarkaðarins, tillögum aðgerðahóps um launajafnrétti um aðgerðir til að draga úr kynskiptu náms- og starfsvali.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.4, 5.5, 5.a, 5.c, 8.5, 8.7, 8.8, 10.3 og 10.4. 

Staða verkefnis

Rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna sýndi að kynbundinn launamunur fer minnkandi, sjá hér.

Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði vinnur að þróunarverkefni um mat á virði starfa. Skipunartími hópsins er til ársloka 2023.

Verkefnið er komið vel á veg.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Félagsmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira