Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Samstarf janfréttisfulltrúa háskóla.

Samstarfsvettvangur jafnréttisfulltrúa háskóla haldi áfram sínu starfi. Það felst m.a. í skrifum á Wikipedia.is, jafnréttisfræðslu innan skólanna, skoðun staðalímynda í háskólum og árlegum fræðslufundi vettvangsins til að efla þekkingu og samstarf. Aðgerðir feli í sér eftirfarandi:

  • Samstarfsvettvangur jafnréttisfulltrúa háskólanna geri sameiginlega verkefna- og fjárhagsáætlun fyrir árin 2020–2021 og 2022–2023 með árangurstengdum markmiðum og mælikvörðum.
  • Samstarfsvettvangurinn vinni ársskýrslur og kynni framgang verkefna, t.d. á jafnréttisdögum háskólanna.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 3 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.4, 4.5, 4.7, 5.1, 5.2 og 10.3.

Staða verkefni

Verkefnið er framkvæmt af jafnréttisfulltrúum háskólanna og var þeim sent styrkjabréf til fjögurra ára. Framvinduskýrslur berast ráðuneytinu árlega. Skv. nýjustu framvinduskýrslu voru stafrænir jafnréttisdagar háskólanna vel heppnaðir og samanstóðu af 24 viðburðum (málþingi, fyrirlestrum, umræðum, kvikmyndasýningum ofl.). Uppsafnað áhorf var 14.000 og upptökur viðburða má nálgast á Facebook síðu Jafnréttisdaga með því að velja Videos flipann.  

Verkefninu telst vera lokið.

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum