Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti og háskólastöður.

Kannaðar verði ástæður brotthvarfs kvenna úr vísindastarfi og ástæður þess að framgangur karla í vísindum er vanalega meiri en kvenna með því að skoða framgangskerfi háskólanna í samhengi við fjölskylduaðstæður og starfsval. Með hliðsjón af niðurstöðunum verði gerð aðgerðaáætlun til að stemma stigu við brotthvarfi kvenna úr háskólastarfi og vinna í þeim þáttum sem hafa áhrif á framgang út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.2, 5.4, 5.5, 5.a, 5.b, 5.c, 10.3, og 16.6.

Staða verkefnis

Vinna hófst við við rannsóknina í janúar 2021. Niðurstöður rannsóknarinnar og tillögur til úrbóta voru birtar í skýrslunni Jafnrétti og háskólastöður í janúar 2022. Ekki hefur verið hafist handa við gerð aðgerðaáætlunar til að stemma stigu við brotthvarfi kvenna úr háskólastarfi og vinna í þeim þáttum sem hafa áhrif á framgang út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum.

Verkefnið er komið vel á veg. 

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum