Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Orsakir brotthvarfs úr námi á framhaldsskólastigi verði skoðaðar, sérstaklega meðal drengja og nemenda með annað móðurmál en íslensku. Samhliða verði niðurstöður rannsókna og önnur þekking um orsakir brotthvarfs nýttar fyrir stefnumótun, m.a. til að móta markvissari úrræði gegn brotthvarfi, og forvarna- og mótvægisaðgerðir.

Tímaáætlun: 2020–2021.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.1, 4.3, 4.5, 4.6, 4.c og 5.1.

Staða verkefnis

Starfshópur um heildarstefnumörkun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra, skilaði drögum að heildstæðri stefnu í maí 2020, sjá nánar hér. Fyrsta aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu til 2030 hefur verið lögð fram en meðal aðgerða er markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn (aðgerð 3), sjá nánar hér.

Skipaður hefur verið starfshópur um snemmbæran stuðning í skólakerfinu með fulltrúum frá öllum helstu lykilhagsmunaaðilum í menntakerfinu. Starfshópurinn hefur það að markmiði að bæta líðan og auka námsárangur nemenda, ekki síst drengja, með áherslu á snemmbæran stuðning og draga þannig úr skólaforðun og brotthvarfi frá námi.

Í janúar 2022 kom út skýrsla um greiningu gagna Hagstofu Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytisins er varða brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi. Horft var til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi með það fyrir augum að kortleggja þætti sem spá fyrir um brotthvarf og námstafir. Skýrsluna má nálgast hér.

Ráðherra skipaði í ársbyrjun 2021 starfshóp með fulltrúum frá helstu hagsmunaaðilum grunnskóla til þess að endurskoða 16. kafla aðalnámskrár grunnskóla sem ber heitið Undanþágur frá aðalnámskrá. Hópurinn hefur skilgreint þau atriði kaflans sem þarfnast endurskoðunar og unnið að viðmiðum um skólasókn sem tekur m.a. mið af tillögum Velferðarvaktarinnar um fækkun nemenda með skólaforðun. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili af sér tillögum í lok árs 2021.

Samtökin Móðurmál voru fengin til að útbúa samræmdan leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem nýtist í kennslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Leiðarvísirinn kom út á þremur tungumálum; íslensku, pólsku og ensku. Markmið í kennslu barna með íslensku sem annað mál eru að þau nái aldurstengdum viðmiðum í íslensku, innan hæfilegs tíma, samkvæmt námskrá í íslensku sem öðru máli. Þau fái góðan faglegan stuðning eftir þörfum alveg frá unga aldri eða strax og þau koma til landsins þannig að þau eigi jafna möguleika og jafnaldrar með íslensku sem móðurmál á áframhaldandi námi og velgengni í íslensku samfélagi. Sjá hér.

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna er nú aðgengilegt á 40 tungumálum. Það hefur það að markmiði að auðvelda skólum mat á þekkingu nemenda sem eru nýkomnir til landsins þannig að skólinn geti skipulagt og lagað kennsluna að námslegum þörfum nemenda og byggt á fyrri þekkingu þeirra. Sjá hér.

Verkefnið er komið vel á veg.


Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira