Hoppa yfir valmynd
16. september 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Móðurmál – samtök um tvítyngi fá styrk

Óttarr Ólafur Proppé, stjórn Móðurmáls og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra - mynd

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur styrkt samtökin Móðurmál um 15 milljónir króna. Styrkurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna barna á flótta og barna af erlendum uppruna.

Móðurmál eru samtök um tvítyngi sem kenna móðurmál önnur en íslensku, styðja við og taka þátt í rannsóknum á virku tvítyngi í samfélaginu. Þau hafa boðið upp á kennslu fyrir fjöltyngd börn á yfir 20 tungumálum frá árinu 1994.

Fyrr í vikunni lauk mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutun styrkja til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta. Stuðningurinn var veittur tímabundið til að styðja við fjölbreytt tómstunda- og menntunarúrræði fyrir börnin og undirbúning skólastarfs í haust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum