Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla um brotthvarf úr framhaldsskólum

Út er komin skýrslan Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum, en hún er unnin af Kolbeinin H. Stefánssyni félagsfræðingi og Helga Eiríki Eyjólfssyni sérfræðingi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skýrslan fjallar um greiningu gagna Hagstofu Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytis er varða brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi þar sem horft var til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi með það fyrir augum að kortleggja þætti sem spá fyrir um brotthvarf og námstafir.

Rannsóknin byggir á samsettum skráargögnum Hagstofu Íslands og nær yfir tvo árganga, fædda árin 1995 og 1996. Árgöngunum er fylgt eftir frá árinu sem þeir verða fimmtán ára og þar til þeir verða tuttugu og tveggja ára.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum