Hoppa yfir valmynd

Jafnrétti og byggðamál

A. Stjórnsýslan

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir tímabilið 2018–2024 var unnin og samþykkt samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015. Verkefnið lýtur að því að áhrif aðgerða í byggðaáætlun og úthlutana til byggðamála á jafnrétti kynjanna verði metin og feli m.a. í sér eftirfarandi:

  • Að aðgerðir byggðaáætlunar verði rýndar með hliðsjón af kynja- og jafnréttissjónarmiðum með það að markmiði að meta  stöðu kvenna og karla, þ.m.t. hvort um kynjahalla sé að ræða, hvers eðlis hann sé og möguleg áhrif aðgerðanna á jafnrétti.
  • Að úthlutanir til byggðamála verði skoðaðar út frá jafnréttissjónarmiðum.
  • Að niðurstöður verði greindar og mótaðar leiðir í formi mótvægis- eða jafnréttisaðgerða til þess að bregðast við      hugsanlegum kynjahalla í byggðaáætlun og úthlutunum með það að leiðarljósi að sjónarmiða jafnræðis og jafnréttis sé gætt.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Allt að 3 millj. kr.
Ábyrgð: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuð þjóðanna: Styður einkum við markmið 5.1, 5.a, 5.c, 8.5, 11.a, 16.6 og 16.7.

Staða verkefnis

Búið er að jafnréttisrýna stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 var unnið tilraunaverkefni þar sem hugað var sérstaklega að kynja og jafnréttissjónarmiðum og nýttist verkefnið við það. Byggðaáætlun ríður á vaðið hvað þetta varðar en gert er ráð fyrir því að innan skamms tíma verði það meginregla að samhæfa kynja og jafnréttissjónarmið í allri áætlanagerð ráðuneytisins.

Verkefninu er lokið.

Ábyrgð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið

Ábyrgð - ráðuneyti

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira