Hoppa yfir valmynd
A. Stjórnsýslan

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða hefur verið viðvarandi verkefni innan Stjórnarráðsins, m.a. í tengslum við fyrri framkvæmdaáætlanir ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og áætlanir um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Á gildistíma áætlunarinnar verði unnið að gerð og innleiðingu heildstæðrar áætlunar til fjögurra ára um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins. Áætlunin taki mið af þeim samþættingarverkefnum sem þegar hafa verið unnin í ráðuneytum og ríkisstofnunum, einkum verkefni um jafnréttismat á stjórnarfrumvörpum og verkefni unnin í tengslum við innleiðingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, þ.m.t. gerð skapalóna fyrir stefnumótun og innleiðingaráætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð fyrir tímabilið 2019–2023. Verkefnið er samstarfsverkefni verkefnisstjórnar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða og jafnréttisfulltrúa ráðuneyta auk verkefnisstjórnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Áætlunin feli m.a. í sér:

  • Tillögur um innleiðingu samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða í starfsemi og stefnumótun ráðuneyta og ríkisstofnana, einkum lögbundnar áætlanir og áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanir.
  • Tillögur um hvernig betur megi hagnýta niðurstöður kynja- og jafnréttismats við frumvarpsgerð og aðra stefnumótun.
  • Kortlagningu og tillögur um úrbætur við söfnun og notkun kyngreindra upplýsinga og gagna, sem og hagnýtingu rannsókna, til stuðnings stefnumörkun og ákvörðunum sem taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum.
  • Tillögur um fræðslu og þjálfun.
  • Tillögur um verkefni á málefnasviði hvers ráðuneytis sem prófunarverkefni og síðan sem hluti af reglubundinni starfsemi og verklagi þar eftir.
  • Tillögur um eftirfylgni með verkefnum.
  • Tillögur um reglubundið samráð og samstarf allra þeirra sem gegna lykilhlutverki á sviði samþættingarmála.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 4 millj. kr. til framkvæmdar verkefna auk launa sérfræðings.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið, í samstarfi við jafnréttisfulltrúa ráðuneyta, og fjármála- og
efnahagsráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum við markmið 5.1, 10.3, 10.4, 16.6, 16.7, 16.10, 16.b og stuðlar að samþættingu markmiðs 5 við önnur heimsmarkmið..

Staða verkefnis

Unnið hefur verið að verkefnum til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við byggðaáætlun og samgönguáætlun. Vonir standa til að byggðaáætlun verði samþykkt á Alþingi í júní 2022 og ráðgert er að samgönguáætlun verði lögð fram á Alþingi veturinn 2022-2023. Leiðbeiningar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við frumvarpagerð, aðrar stefnur og áætlanir hafa verið unnar. Vinna við kortlagningu og tillögur um úrbætur við söfnun og notkun kyngreindra upplýsinga og gagna er komin vel á veg. Jafnréttismat á málefnasviðum og málaflokkum hins opinbera hefur verið uppfært og birtist í skýrslunni Kortlagning kynjasjónarmiða - Stöðuskýrsla 2021.

Þessi aðgerð hefur mikla tengingu og skörun við aðgerð 6: Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð.

Verkefnið er komið vel á veg.

 

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira