Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti og kynbundið námsval.

Unnið verði að því að jafna kynjahlutföll í námi á framhaldsskólastigi og draga úr kynbundnu námsvali og þar með kynskiptum vinnumarkaði þar sem námsval hefur áhrif bæði á starfsval og framhaldsfræðslu.

Aðgerðir felist m.a. í eftirfarandi:

  • Unnið verði að því að safna upplýsingum, rannsaka og kortleggja kynjaskiptingu í öllum nemendahópum og þjónustuliðum framhaldsfræðslukerfisins og í framhaldinu breyta framboði og fyrirkomulagi náms í framhaldsskólum og framhaldsfræðslu, m.a. með hliðsjón af þróuninni annars staðar á Norðurlöndum, með það að markmiði að vinna gegn staðalímyndum kynjanna.
  • Nám á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði sem og starfsnám á framhaldsskólastigi verði gert aðgengilegra og áhugaverðara fyrir nemendur með áherslu á aukinn hlut stúlkna með það að markmiði að jafna kynjahlutföll

  Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú félags- og vinnumarkaðsráðuneytið) í samstarfi við verkefnið Skólar og tækni á vegum GERT – samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytisins.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.1, 4.3, 4.4, 5.1 og 10.3.

Staða verkefnis

Fræðslusjóður hefur verið í stefnumótun síðastliðið ár og m.a. rætt hvernig koma megi í veg fyrir kynbundið námsval í vottuðum námsleiðum framhaldsfræðslunnar. Eitt af grunngögnunum er meistararitgerð Örnu Jakobínu Björnsdóttur um kynbundið námsval innan vottaðra námsleiða framhaldsfræðslunnar. Iðn- og verkmenntaskólar hafa ásamt Samtökum iðnaðarins verið í sérstöku átaki í „#kvennastarf“ í því augnamiði að breyta staðalímyndum um starfsnám. Lögð er áhersla á að kynna störf í iðn- og tæknigreinum sem #kvennastarf og setja konur í slíkum störfum í sviðsljósið og þannig vekja umræðu um starfsnámið þvert á samfélagið. Kynningarmyndbönd um #kvennastarf er að finna á YouTube, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Þætti ráðuneytisins í átaksverkefninu er lokið.

Vorið 2020 stóð ráðuneytið að kynningarátakinu „Fyrir mig!“ ásamt Samtökum iðnaðarins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og öllum starfs- og tæknimenntaskólum um eflingu starfs- og tæknimenntunar. Átakið er í fimm liðum sem hver fyrir sig beinist að tilteknu verkefni. Eitt af þemunum er áhersla á að hver og einn velji nám fyrir sig – sé upplýstur um nám og störf og mögulegt að mynda sér skoðun um námsval út frá eigin löngunum. Gerð hafa verið myndbönd og annað kynningarefni til dreifingar á netinu til að vekja athygli á átakinu og gera starfs- og tækninám meira aðlaðandi ólíkum kynjum. Til stóð að halda áfram kynningum á grunni átaksins á vormánuðum 2021 en það hafðist ekki vegna COVID-19.

Búið er að samþykkja breytingar á aðgangsskilyrðum að háskóla fyrir nemendur sem vilja hefja nám til fyrstu háskólagráðu í lögum nr. 63/2006 um háskóla. Staða þeirra sem hafa lokið list-, tækni- og starfsnámi af þriðja hæfniþrepi og þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi hefur verið jöfnuð. Ný reglugerð nr. 180/2021 um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021 og mun stuðla að jöfnun kynja í starfsnámi.

Nemendur frá háskólum hafa heimsótt framhaldsskóla til að kynna tæknigreinar í gegnum GERT verkefnið. Ráðuneytið hefur auk þess styrkt keppnir á framhaldsskólastigi, s.s. Boxið sem ýtir undir áhuga á tækni- og verkfræðigreinum.

Verkefnið er komið vel á veg.

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum