Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Karlar og kennsla.

Unnið verði að því að fjölga nýnemum í grunnnámi kennaranáms, sér í lagi körlum, og þar með flýta nýliðun innan kennarastéttarinnar. Verkefnið gengur út á að takast á við þær áskoranir sem hækkandi meðalaldur kennara og brotthvarf nýútskrifaðra kennara úr kennslu fela í sér og gera það m.a. að verkum að leik- og grunnskólabörn fá ekki nám við hæfi. Hugað verði sérstaklega að dreifbýli þar sem hlutfall ófaglærðra leiðbeinenda er almennt hærra en í þéttbýli. Verkefnið gengur m.a. út á eftirfarandi aðgerðir: 

  • Nýliðun kennara verði aukin þar sem sérstaklega verður litið til þess hvernig fjölga megi körlum. 
  • Viðurkenning á störfum kennara verði aukin.
  • Stuðningur við kennara á fyrstu árum í starfi verði aukinn.
  • Tillögur verði gerðar um hvernig auka megi gæði og samhæfingu starfsþróunar og bæta starfsumhverfi kennara til frambúðar. 

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.1, 4.2, 4.3, 4.4, 4.5, 4.a, 4.c, 5.1, 10.3, 10.4 og 16.6.

Staða verkefnis

Haustið 2019 fór fimm ára átaksverkefni stjórnvalda til þess að fjölga kennurum af stað en það felur í sér styrki til kennaranema og launað starfsnám á lokaári námsins. Jafnframt er lögð áhersla á að fjölga starfandi kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn sem bæði veita nemendum í starfsnámi og nýútskrifuðum kennurum faglega leiðsögn. Gert er ráð fyrir að karlkyns kennurum muni fjölga samhliða almennri fjölgun kennara. Á tímabilinu hefur brautskráðum kennurum fjölgað og þar með talið karlkynskennurum. Vel hefur gengið að fjölga karlkynskennaranemum en að fengnum upplýsingum frá Menntavísindasviði HÍ hefur körlum sem innritast í kennaranám fjölgað frá árinu 2020.

Lög nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi í ársbyrjun 2020 og kveða á um almenna og sérhæfða hæfni kennara og að leyfisbréf til kennslu gildi þvert á skólastig.

Mikilvægt er að fjölga kennurum í íslensku skólakerfi sem hafa þekkingu á móttöku og leiðsögn við nýliða í kennslu en slíkir leiðsagnarkennarar gegna veigamiklu hlutverki við að sporna gegn brotthvarfi nýútskrifaðra kennara á fyrstu árum þeirra í starfi. Einn þáttur í nýliðunaraðgerðum stjórnvalda felur í sér hvatningarstyrki til starfandi kennara með það að markmiði að fjölga kennurum sem búa yfir sérhæfingu í leiðsögn við nýja kennara. Einkum er horft til þess að við flesta landshluta og skóla verði starfandi leiðsagnarkennarar sem hafa umsjón með leiðsögn við nýútskrifaða kennara á fyrstu árum þeirra í starfi.  Verkefninu lýkur í árslok 2024.

Verkefnið er komið vel á veg.

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum