Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti í félagslífi framhaldsskóla.

Unnið verði að því að jafna þátttöku kynjanna í öllum þáttum félagslífs framhaldsskóla, þ.m.t. nemenda af erlendum uppruna og fatlaðra nemenda. Aðgerðir verði mótaðar í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.7, 5.1, 5.5, 5.c og 10.2.

Um verkefnið

Ráðuneytið vann verkefnið með Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Skólameistarafélagi Íslands. Ráðuðneytið hefur sent  bréf til skólameistara og formanna nemendafélaga þar sem áréttað  er mikilvægi þess  er að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til að sækja viðburði á vegum nemendafélags skóla, í því samhengi má t.a.m. nefna aðgengi nemenda að upplýsingum um viðburði, þær séu á einföldu og auðskiljanlegu máli fyrir alla nemendur skólans og að hugað sé að aðgengismálum þar sem viðburðir eru haldnir. Auk þess að skipulagðir viðburðir á vegum nemendafélags séu fjölbreyttir svo þeir höfði til breiðs hóps nemenda skólans, þ.m.t. nemenda af erlendum uppruna, nemenda með fötlun og hinsegin nemenda.  

Í þessu sambandi er bent á   á bækling Jafnréttisstofu, „Tryggjum lýðræðilega þátttöku - Gátlisti við skipulagningu viðburða og

 Stuðningsbanka SÍF  en þar eru gátlistar um stöðu mála í fjölmörgum málum er varða skólana þ.á.m. er varðar jafnrétti, félagslíf s.s. aðgengismál o.fl. Upplýsingarnar eru settar fram á aðgengilegan hátt og auðvelt að bera saman skóla og bindur ráðuneytið vonir við að þessi vettvangur muni nýtast við aðhald og eftirfylgni í þessum málaflokkum.

Verkefninu telst lokið. 

 

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum