Hoppa yfir valmynd
A. Stjórnsýslan

Lýsing á aðgerð

Jafnréttissjóður Íslands.

Gerð verði samantekt á verkefnum sem hlotið hafa styrki úr Jafnréttissjóði Íslands sem stofnaður var árið 2015 með þingsályktun nr. 13/144 í tilefni af 100 ára kosningarréttarafmæli íslenskra kvenna og breytt með þingsályktun nr. 19/149 árið 2019. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Sjóðurinn hefur haft 100 millj. kr. árlega til fimm ára, 2016–2020. Samantektin verði gerð með hliðsjón af markmiðum sjóðsins og lagt mat á hvort þeim hafi verið náð og með hvaða hætti.

Tímaáætlun: 2021–2022.
Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið.


Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 5 og stuðlar að samþættingu þess við önnur heimsmarkmið.

Staða verkefnis

Verkefninu er lokið með samantekt sem unnin var sumarið 2021.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum