Hoppa yfir valmynd
E. Karlar og jafnrétti

Lýsing á aðgerð

Karlar og #églíka (#metoo).

Unnið verði að vitundarvakningu um ábyrgð og hlutverk karla í tengslum við #églíka (#metoo) afhjúpanir um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi. Verkefnið taki m.a. til sambandsins milli kynbundins og kynferðislegs áreitis og ofbeldis annars vegar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki hins vegar. Verkefnið verði unnið með hliðsjón af tillögum aðgerðahóps um karla og jafnrétti og þeirri vinnu sem unnin hefur verið sem liður í viðbrögðum stjórnvalda vegna #églíka (#metoo). Jafnréttisstofa beri ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess í samráði og eftir atvikum samvinnu við íslenskt fræðasamfélag, aðila vinnumarkaðarins, félagasamtök og stjórnvöld.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið og Jafnréttisstofa.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5, 10.3, 16.1, 16.2 og 16.10.

Staða verkefnis

Vitundarvakning um ábyrgð og hlutverk karla í tengslum við #églíka (#metoo) er í þróun með samstarfi Jafnréttisstofu við auglýsingastofu. Henni verður miðlað til markhópa á samfélagsmiðlum á miðju ári 2022 og endurtekið eftir þörfum. Efnið verður einnig nýtt í fræðslu Jafnréttisstofu til fyrirtækja og stofnana.

Verkefninu er lokið.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum