Hoppa yfir valmynd

Jafnrétti og öryggi - Jafnrétti og öryggi í leik- og grunnskólum og framhaldsskólum

D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Um verkefnið

Unnið verði að eflingu fræðslu og þekkingar um kynbundna mismunun og kynferðislega áreitni, hótanir og ofbeldi meðal barna og ungmenna auk allra þeirra sem vinna í leik- og grunnskólum og framhaldsskólum. Fræðslan verði aðlöguð að aldri og þroska barna og ungmenna auk þess sem þekking á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verði efld.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.1, 4.2, 4.5, 4.a, 5.1, 5.2 og 5.c.

Staða verkefnis

Kennarasamband Íslands  býður grunnskólakennurum upp á hagnýta jafnréttis- og kynjafræðikennslu með styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála með milligöngu mennta- og menningarmálaráðuneytis (2020 - 2021)  Vefur barnasáttmála Sþ. var endurskoðaður  og opnaður á sl. ári með stuðningi stjórnvalda og aðkomu ýmissa félagaasamtaka, Umboðsmanns barna og Menntamálastofnunar.   Þar eru upplýsingar fyrir börn, foreldra og kennara sem tengjast réttindum barna og verkferli tilkynninga til barnaverndar.  mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur styrkt Unichef til þróunar og innleiðingar á réttindaskóla verkefni Unichef. Einnig hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkt UNICHEF til að útfæra almenna réttindafræðslu í skóla og frístundastarfi í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

Menntamálastofnun hefur verið falið  að vekja athygli á Handbókum um velferð og öryggi barna í leik- og grunnskólum sem gefnar voru út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir starfsfólk skóla á prenti og rafrænu formi. Menntamálastofnun hefur hefur einnig það hlutverk að endurskoða handbækurnar og uppfæra eftir þörfum. Til að koma handbókunum og öðru fræðslu- og námsefni fyrir leik-, gunn- og framhaldsskólastig á framfæri með betri hætti er unnið að því að fá nýtingaraðgang að norskri vefsíðu https://www.jegvet.no/  Um er að ræða stafrænt fræðslu- og námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem þróað hefur verið af norsku Menntamálastofnuninni í samráði við barna-, æskulýðs- og fjölskyldustofnun Noregs, auk norska Landlæknisembættisins og Salaby.no .  Heimild liggur fyrir til þýðingar og staðfærslu á efni vefsins og stefnt að því að hann verði aðgengilegur í íslenskri útgáfu hjá MMS og væntanlega einnig hjá 112.is.  Vefurinn mun styðja við þessa aðgerð og vera með umfjöllun fyrir öll skólastig um ofbeldi í víðum skilningi.

Verkefnið er komið vel á veg. 

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Ábyrgð - ráðuneyti

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira