Hoppa yfir valmynd

Allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna (UPR)

Allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna (Universal Periodic Review eða UPR) felur í sér heildarúttekt á stöðu mannréttindamála innan aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, en hún fer fram á u.þ.b. fimm ára fresti. UPR-ferlið byggir á jafningjarýni ríkja þ.e. ríkin fara yfir stöðu mannréttindamála hjá hverju öðru og koma með ábendingar og áskoranir um það sem mætti betur fara. Markmiðið með þessu ferli er meðal annars að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum og hvetja ríki til þess að uppfylla skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála. Fyrsta úttektin á stöðu mála hér á landi fór fram árin 2011 til 2012 og önnur árin 2016 til 2017. Þriðja úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi fer fram árin 2021 til 2022.

Hér má sjá stöðu þeirra tilmæla sem Íslandi bárust í síðustu allsherjarúttekt.

Hér að neðan er að finna tengla á skýrslur íslenskra stjórnvalda vegna UPR-ferlisins og lokaniðurstöður mannréttindaráðsins.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.9.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum