Hoppa yfir valmynd

Allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna: Staða tilmæla

 
Þegar komið til framkvæmda 
 
Viðvarandi verkefni
 
Í vinnslu
 
Til skoðunar

Tilmæli

Staða

Ábyrgð

Viðurkenning alþjóðlegra viðmiða



Fullgilda og innleiða Samninginn um réttindi fatlaðs fólks. (Tilmæli nr. 115.25)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Fullgilda valfrjálsa bókun við Samninginn gegn pyndingum. (Tilmæli nr. 115.1 – 115.13 og 115.19)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið
Fullgilda Alþjóðasamninginn um vernd gegn mannshvörfum. (Tilmæli nr. 115.10 – 115.19)Í vinnslu
Dómsmálaráðuneytið
Fullgilda Samninginn um stöðu ríkisfangslausra og Samninginn um aðgerðir gegn ríkisfangsleysi. (Tilmæli nr. 115.19)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið
Fullgilda Samning Evrópuráðsins (Istanbúl-samninginn) um forvarnir og aðgerðir til að spyrna við ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. (Tilmæli nr. 115.20)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið
Fullgilda Samninginn um afnám allrar mismununar er varðar menntun. (Tilmæli nr. 117.10)Þegar komið til framkvæmda
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Fyrirvarar



Endurskoða fyrirvara við Alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. (Tilmæli nr. 117.12)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið

Samstarf við mannréttindanefndir



Leggja fram þær skýrslur sem eru komnar fram yfir skilafrest til viðeigandi mannréttindanefnda. (Tilmæli nr. 115.21)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið

Samstarf milli ríkja og þróunaraðstoð



Mæta opinberu markmiði um þróunarhjálp sem er 0,7% af vergum þjóðartekjum. (Tilmæli nr. 117.20)Í vinnslu
Utanríkisráðuneytið

Stjórnarskrá og löggjöf



Halda áfram að breyta landslögum í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. (Tilmæli nr. 115.23)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið
Innleiða í landslög samninginn um réttindi fatlaðs fólks. (Tilmæli nr. 115.24)Viðvarandi verkefni
Félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið

Innlend mannréttindastofnun



Gera ráðstafanir til að setja á fót sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun í samræmi við Parísarviðmiðin. (Tilmæli nr. 115.26 -115.41)Í vinnslu
Dómsmálaráðuneytið

Landsáætlun um mannréttindi



Þróa heildstæða landsáætlun um mannréttindi. (Tilmæli nr. 115.39-115.42)Til skoðunar
Dómsmálaráðuneytið
Tryggja að ný landsaðgerðaáætlun feli í sér matskerfi. (Tilmæli nr. 115.93, 117.18 og 117.19)Til skoðunar
Dómsmálaráðuneytið

Góðir stjórnarhættir



Bæta fjármálaeftirlitskerfi til að tryggja betra eftirlit og gagnsæi til að koma í veg fyrir spillingu og skattsvik. (Tilmæli nr. 117.23)Viðvarandi verkefni
Fjármála- og efnhagsráðuneytið, forsætisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið

Jafnræði og bann við mismunun



Innleiða löggjöf sem felur í sér vernd gegn mismunun intersex fólks. (Tilmæli nr. 115.44)Í vinnslu
Forsætisráðuneytið
Innleiða heildstæða löggjöf sem bannar mismunun. (Tilmæli nr. 115.45-115.47 og 115.49-115.50)Í vinnslu
Forsætisráðuneytið
Íhuga að taka upp löggjöf sem bannar mismunun og koma á fót sérstakri stofnun sem berst gegn kynþáttamisrétti og mismunun sem gæti haft víðtækari markmið á sviði mannréttinda almennt. (Tilmæli nr. 117.24)Í vinnslu
Forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið

Kynþáttamisrétti



Vinna með skilvirkum hætti gegn kynþáttamisrétti og hatursorðræðu og hatursglæpum, mismunun vegna þjóðernisuppruna og trúarbragða, kynþáttafordómum og útlendingahatri, og berjast gegn hatursglæpum með löggjöf, lagaframkvæmd og með stjórnvaldsaðgerðum. (Tilmæli nr. 115.51-115.55, 115.57 og 117.27-117.28)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið
Íhuga að taka upp ákvæði í refsilöggjöf þar sem kynþáttafordómar teljast aðstæður sem auka á saknæmi og leiði til refsiþyngingar. (Tilmæli nr. 115.56)Í vinnslu
Dómsmálaráðuneytið

Viðskipti og mannréttindi



Tryggja að áætlanir, löggjöf, reglugerðir og fullnusturáðstafanir þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir þátttöku fyrirtækja í illri meðferð á átakasvæðum, þar með talið við aðstæður sem upp koma við hernám erlends ríkis. (Tilmæli nr. 117.22)Til skoðunar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og utanríkisráðuneytið
Hefja ferli til að móta og innleiða aðgerðaáætlun um viðskipti og mannréttindi í samræmi við leiðbeinandi meginreglur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi. (Tilmæli nr. 117.21)Í vinnslu
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og utanríkisráðuneytið

Réttur til lífs



Fylgja eftir samþykkt á aðgerðaáætlun um forvarnir gegn öllum tegundum ofbeldis með það að markmiði að styrkja ramma fyrir verndun allra fórnarlamba, sér í lagi þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópum. (Tilmæli nr. 115.62)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið

Bann við pyndingum og grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi háttsemi



Setja á fót án tafar skilvirkt, vel mannað og vel búið innlent forvarnarkerfi í samræmi við valkvæða bókun við samninginn gegn pyndingum. (Tilmæli nr. 115.8)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið

Bann við þrælahaldi, mansal



Leggja ríkari áherslu á vinnu við að innleiða áætlun til að sporna gegn mansali. (Tilmæli nr. 115.60)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið
Auka viðleitni til að saksækja og sakfella gerendur í mansalsmálum með þjálfun rannsakenda, saksóknara og dómara í að greina og sækja slík mál. (Tilmæli nr. 115.59)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið
Auka áherslu á eftirlit og yfirsýn yfir vinnumarkaðinn. Auka vernd gegn mismunun og tryggja fleiri úrræði er lúta að réttindum einstaklinga sem eru þolendur mansals. (Tilmæli nr. 115.61)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum og mansali með börn. (Tilmæli nr. 117.37)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið

Kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi



Tryggja fullnægjandi lagavernd og endurhæfingu þolenda kynferðisofbeldis. (Tilmæli nr. 117.36)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Framkvæma aðgerðir til eftirfylgni sem tengjast innleiðingu laga og herferða til vitundarvakningar og miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Tryggja að refsilög séu viðeigandi og fullnægjandi til þess að taka á heimilis- og kynferðisofbeldi. (Tilmæli nr. 115.84 og 115.88)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Efla ráðstafanir til að auka vitund um heimilisofbeldi. Auka skilning dómara, saksóknara, lögreglu og hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsfólks á heimilisofbeldi. Fylgja eftir aðgerðum sem tengjast innleiðingu laga og herferða til vitundarvakningar og miða að því að draga úr heimilisofbeldi. (Tilmæli nr. 115.86, 115.78 og 115.84)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið
Uppfæra áætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Leggja sérstaka áherslu á að berjast gegn heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi með því að innleiða nýja aðgerðaáætlun og tryggja að í henni sé þjónusta við þolendur kynferðisofbeldis efld, bæði fyrir konur og stúlkur og fyrir innflytjendur og þá sem tilheyra minnihlutahópum. (Tilmæli nr. 115.82, 115.83 og 115.22)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Bæta aðgengi að réttarkerfinu fyrir konur sem eru þolendur heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Fylgjast náið með rannsókn og saksókn mála sem varða heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, og bæta aðgengi að réttarkerfinu fyrir þolendur slíks ofbeldis. Auka skilning dómara, lögreglu, saksóknara og annars viðeigandi fagfólks á ofbeldi af þessu tagi. Tryggja að þolendur heimilisofbeldis, kynbundins ofbeldis og kynferðisofbeldis geti tilkynnt tilfelli og kært án ótta við neikvæðar afleiðingar þess að tapa málum fyrir dómstólum. (Tilmæli nr. 115.87, 115.89 og 117.34)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið
Gera markvissari ráðstafanir til þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og brotum gegn konum með sérstaka áherslu á konur af erlendum uppruna og konur með fötlun. (Tilmæli nr. 115.75-115.76)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið, forsætisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Hrinda í framkvæmd nýrri aðgerðaáætlun í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Taka upp landsáætlun gegn kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi sem tekur mið af sérstökum þörfum og viðkvæmri stöðu kvenna af erlendum uppruna og fatlaðra kvenna. (Tilmæli nr. 115.79-115.81)Þegar komið til framkvæmda
Forsætisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Styðja við áætlanir um vitundarvakningu og verkefni um ofbeldi gegn konum, þar með talið þjálfunaráætlunum sem miða að því að auka nærgætni við brotaþola og viðkvæma stöðu þeirra. (Tilmæli nr. 115.77)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið
Taka á orsökum fjölda sýknudóma í kynferðisofbeldismálum gegn konum. (Tilmæli nr. 115.85)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið

Skoðana- og tjáningarfrelsi



Á meðan haldið er áfram að vernda skoðana- og tjáningarfrelsi í samræmi við 73. grein stjórnarskrárinnar, viðhalda 233. grein a. lið hegningarlaga og 27. grein fjölmiðlalaga sem beinlínis banna hatursorðræðu, sem og að hvetja til haturs. (Tilmæli nr. 115.58)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið

Aðgangur að dómstólum og réttlát málsmeðferð



Gera ráðstafanir til að tryggja að dómstólar séu í aðstöðu til að beita þeim meginreglum sem stafa af Mannréttindasáttmála Evrópu. (Tilmæli nr. 117.15)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið

Réttindi sem varða hjúskap og fjölskyldu



Veita fjölskyldunni vernd sem náttúrulegri grundvallareiningu í samfélaginu. (Tilmæli nr. 117.32)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið

Réttur til félagslegs öryggis



Endurskoða félagslegt bótakerfi til aðstoðar fjölskyldum í viðkvæmri stöðu. (Tilmæli nr. 117.30)Viðvarandi verkefni
Félagsmálaráðuneytið ásamt fleiri ráðuneytum

Réttur til menntunar



Halda áfram vinnu og forvörnum í baráttunni gegn mismunun, sérstaklega í garð fatlaðra einstaklinga, einkum með tilliti til réttar til menntunar og félagslegrar aðstoðar. (Tilmæli nr. 115.97)Viðvarandi verkefni
Félagsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið
Taka frekari skref til að auka fjármagn til opinberrar menntunar og halda áfram að bæta aðstöðu barna í skólum. (Tilmæli nr. 117.31)Viðvarandi verkefni
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Þátttaka kvenna í stjórnmálum og opinberu lífi



Stuðla að pólitískri þátttöku kvenna í opinberum valdastöðum. (Tilmæli nr. 115.63)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, ásamt fleiri ráðuneytum

Mismunun gegn konum og staða kvenna



Halda áfram virkum aðgerðum til að tryggja fullt jafnrétti kynjanna í menntun og á vinnumarkaði. (Tilmæli nr. 115.70 og 115.73)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið
Efla viðleitni til að auka vitund meðal kvenna og stúlkna um réttindi þeirra samkvæmt samningnum um afnám allrar mismununar gegn konum og einstaka kæruleiðum sem áformuð eru í valkvæðri bókun við samninginn. (Tilmæli nr. 115.65)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið
Gera almennar ráðstafanir til að útrýma stöðluðum kynjaímyndum um hlutverk og skyldur kvenna og karla, sér í lagi með átaki til vitundarvakningar og fræðslu. (Tilmæli nr. 115.66)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið
Útrýma þeim vinnubrögðum á vinnumarkaði sem mismuna og hafa skaðleg áhrif á konur. (Tilmæli nr. 117.33)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið
Taka upp nýja aðgerðaáætlun til fullrar innleiðingar á jafnlaunastaðli til að tryggja jöfn kjör fyrir jafnverðmæta vinnu í viðleitni til að uppfylla skuldbindingar stjórnvalda um að eyða launabili kynjanna fyrir 2022. (Tilmæli nr. 115.71, 115.72 og 115.74)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið
Hraða því að tekið sé á kynjamisrétti, vernda réttindi kvenna með skilvirkum hætti og vinna gegn ofbeldi gagnvart konum. Tilmæli nr. 115.67)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið
Þoka áfram aðgerðum sem miða að því að tryggja fulla framkvæmd kvenréttinda, réttinda barna, aldraðra og fatlaðs fólks. (Tilmæli nr. 115.43)Viðvarandi verkefni
Forsætisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið

Vernd barna



Taka upp nýja landsaðgerðaáætlun með fullnægjandi kerfi til eftirfylgni til verndar börnum. (Tilmæli nr. 115.92)Í vinnslu
Félagsmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og fleiri ráðuneyti
Ýta úr vör samræmdum aðgerðum, skipulögðum af stjórnvöldum sem miða að því að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Taka frekari skref til að vernda rétt barnsins, koma í veg fyrir barnaníð, barnaþrælkun og ofbeldi. Auka faglegar og skilvirkar starfsaðferðir til þess að taka á kynferðisofbeldi gegn börnum. (Tilmæli nr. 115.90, 115.91, 115.94 og 115.95)Viðvarandi verkefni
Félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið

Börn sem brjóta af sér



Tryggja að frelsissvipt börn séu aðskilin frá fullorðnum. (Tilmæli nr. 117.35)Þegar komið til framkvæmda
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið

Fólk með fötlun



Leggja meiri áherslu á að vinna gegn og koma í veg fyrir mismunun, sérstaklega gegn fötluðu fólki, einkum með tilliti til réttar til náms, húsnæðis og félagslegrar aðstoðar Halda áfram vinnu og forvörnum í baráttunni gegn mismunun, sérstaklega í garð fatlaðra einstaklinga, einkum með tilliti til réttar til náms og félagslegrar aðstoðar. (Tilmæli nr. 115.96)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, forsætisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið
Festa í lög víðtæk ákvæði sem sporni gegn hvers kyns mismunun og aðlaga löggjöf að samningnum um réttindi fatlaðs fólk. (Tilmæli nr. 115.48)Í vinnslu
Forsætisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið

Innflytjendur, flóttafólk og fólk í leit að alþjóðlegri vernd



Styrkja áætlanir um fólksflutninga sem byggjast á virðingu fyrir mannréttindum allra innflytjenda. Gera ráðstafanir til að stuðla að og vernda rétt innflytjenda og fjölskyldna þeirra. (Tilmæli nr. 115.99-115.100)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Taka upp heildstæða aðlögunarstefnu sem tryggir aðlögun innflytjenda og eykur vitund innflytjendakvenna á réttindum þeirra og verndÞróa áætlanir og stefnu til að auka vitund innflytjenda um réttindi sín og veita ókeypis lögfræðiaðstoð og skilvirk úrræði ef og þegar réttindi þess eru brotin. (Tilmæli nr. 115.101-115.102)Viðvarandi verkefni
Félagsmálaráðuneytið
Bæta aðgengi barna af erlendum uppruna að heilbrigðiskerfinu. (Tilmæli nr. 115.98)Þegar komið til framkvæmda
Heilbrigðisráðuneytið
Styrkja ráðstafanir fyrir skilvirka innleiðingu á lagareglum vegna innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda, einkum með því að þjálfa starfsfólk á þessu sviði sem og að hraða vinnu að því að taka upp aðgerðaáætlun 2016- 2019 til að tryggja að þessir hópar geti tekið fullan þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. (Tilmæli nr. 115.103-115.104)Viðvarandi verkefni
Félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið
Endurskoða löggjöf til að tryggja að hún sé í fullu samræmi við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninga um flóttamenn og hælisleitendur. (Tilmæli nr. 117.40)Viðvarandi verkefni
Dómsmálaráðuneytið







Síðast uppfært: 9.9.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum