Jafnlaunamerkið
Jafnlaunamerkið er veitt eim vinnustöðum sem hlotið hafa faggilta vottun á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 af þar til bærum aðila, þ.e. viðurkenndri vottunarstofu sem uppfyllir skilyrði reglugerðar um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85.
Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins efndi til hönnunarsamkeppni, á haustdögum ársins 2014, um jafnlaunamerkið í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Alls bárust 156 tillögur og bar tillaga Sæþórs Arnar Ásmundssonar sigur úr býtum. „Í merkinu má sjá mynd sem sýnir skífurit, stimpil, rúnir og brosandi andlit tveggja ólíkra einstaklinga. Í lögun minnir merkið á mynt eða pening og gefur þannig til kynna að einstaklingarnir sem þar sjást séu metnir jafnir að verðleikum. Merkið býður upp á alþjóðlega notkun, er einstakt og lýsandi fyrir verkefnið,“ sagði í umsögn dómnefndar.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Staðallinn
Námskeið
Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.
EMBLA - launagreiningartól
Jafnlaunavottun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.