EMBLA - launagreiningartól
Embla er starfaflokkunar- og launagreiningartól sem nýta má í vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins og við gagnavinnslu vegna jafnlaunastaðfestingar.
Notendur geta nálgast Emblu hér með innskráningu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli:
https://innskraning.island.is/?id=embla.island.is
Embla byggir á aðferðafræði um greiningu og flokkun starfa sem sett er fram í viðauka B í jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Þar eru settar fram tvær aðferðir við að flokka störf annars vegar „paraður samanburður“ og hins vegar „stigagjöf fyrir hvert viðmið“. Embla byggir á seinni aðferðinni og notast við 1000 stig (100%) til úthlutunar. Lögð er áhersla á að viðmið og vægi þeirra séu alfarið skilgreind af fyrirtækjum í samræmi við hlutverk og stefnu viðkomandi fyrirtækis.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Staðallinn
Námskeið
Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.
EMBLA - launagreiningartól
Jafnlaunavottun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.