Hoppa yfir valmynd

Algengar spurningar

 • 7. og 8. gr. laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
 • Reglugerð nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85.
 • Reglur um notkun jafnlaunamerkis (fylgiskjal með reglugerð).
 • Sértæk viðmið fyrir vottunaraðila jafnlaunastaðalsins ÍST 85 (leiðbeinandi reglur).
 • Reglugerð nr. 303/2021 um framkvæmd jafnlaunastaðfestingar og eftirlit Jafnréttisstofu.
 • Vottun stjórnunarkerfis þ.e. jafnlaunakerfis, er formleg staðfesting þriðja aðila á því að fyrirtæki eða stofnun starfræki stjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur tiltekins stjórnunarstaðals (t.d. ÍST 85).
 • Jafnlaunavottun faggilts vottunaraðila er ætlað að staðfesta að við launaákvörðun séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi.
 • Þá hefur fyrirtæki eða stofnun undirgengist vottunarferli til að leiða í ljós að jafnlaunakerfi og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85 (Jafnlaunastaðalsins). Kerfið er svo vottað af faggildum vottunaraðila. Það þýðir meðal annars að laun viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun.
 • Skilgreining í reglugerð: Skrifleg yfirlýsing vottunaraðila sem veitt er með vottunarskírteini, að undangenginni úttekt hans á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar, um að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85. 
 • Tilgangur: Að draga úr kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna, efnahagslegu jafnræði sem að endingu mun meðal annars skila sér í jafnari lífeyrisgreiðslum kvenna og karla.
 • Markmið: Að jafnlaunavottunarferlið auki almenna starfsánægju og trú starfsmanna á að mannauðsstjórnun atvinnurekanda sé fagleg og að það bæti sýn stjórnenda á starfsmanna- og launamál sem auðveldi þeim starfsmannahald og rökstuðning við launaákvarðanir. Afraksturinn verði gagnsærra og réttlátara launakerfi.
 • Jafnlaunavottuninni er ætlað að framfylgja gildandi lögum sem leggja bann við því að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf nema slíkt sé unnt að réttlæta með málefnalegum ástæðum. 
 • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli. Miða skal við almanaksárið.
 • Fyrirtæki með 25-49 starfsmenn geta valið að sækja um jafnlaunastaðfestingu í stað vottunar.
 • Mismunandi tímamörk gilda um það hvenær vottunar-eða staðfestingarferli skuli vera lokið. Það fer eftir stærð fyrirtækja eða stofnana, þ.e. fjölda starfsmanna.

  • Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. 
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 150–249 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2020.
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 90–149 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2021.
  • Fyrirtæki og stofnanir þar sem 25–89 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2022.
  • Fyrirtæki þar sem starfsmenn eru 25-49 hafa val um að sækja um jafnlaunastaðfestingu í stað vottunar og skal því ferli vera lokið fyrir 31. desember 2022.
 • Það er staðallinn sem lagður er til grundvallar jafnlaunavottun samkvæmt lögunum.
 • Hann er stjórnunartæki til að stuðla að launajafnrétti kynjanna, þ.e. stjórntæki sem nýst getur við að uppræta kynbundinn launamun á vinnustöðum.
 • Þegar kröfum staðalsins er fylgt fæst nýtt sjónarhorn á launasetningu sem stuðlar að betri vitund um jafnréttissjónarmið og þá þætti er hafa áhrif á laun.
 • Fullt heiti er: ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar en í daglegu tali er hann nefndur Jafnlaunastaðallinn.
 • Staðallinn var gefinn út 2012 og er afrakstur vinnu sem hófst með sameiginlegri viljayfirlýsingu þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að þau hygðust óska eftir viðræðum við Staðlaráð Íslands um að ráðið hefði umsjón með gerð staðals sem nýst gæti sem undirstaða jafnlaunavottunar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði hvað varðar laun, ráðningar og uppsagnir.
 • Markmið jafnlaunastaðalsins: Að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Þannig geti fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggi að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Jafnlaunastaðallinn er svokallaður kröfustaðall en í því felst að staðallinn tilgreinir þær kröfur sem gerðar eru til innleiðingar hans.
 • Staðallinn gerir þær kröfur til stjórnenda fyrirtækja eða stofnana að flokka störf allra starfsmanna og velja þau viðmið sem eru mest einkennandi fyrir þær kröfur sem störfin gera til starfsmanna. Ekki eru settir fram sérstakir mælikvarðar í jafnlaunamálum í staðlinum heldur er ætlast til að hvert fyrirtæki eða stofnun fyrir sig setji sér mælikvarða og markmið sem samræmast starfsemi hlutaðeigandi.
 • Í staðlinum er tilgreint að atvinnurekendur skuli við innleiðingu hans ákvarða hvort og þá hvernig umbunað skuli fyrir einstaklingsbundna þætti sem eru umfram þær kröfur sem starf gerir til starfsmanns, hafa áhrif á hvernig hann getur leyst starf sitt af hendi eða fela í sér mat á árangri í starfi, þ.e. hvaða málefnalegu viðmið skuli lögð til grundvallar slíku mati.
 • Nánari upplýsingar um tilurð og efnisinnihald staðalsins má finna í greinargerð með lögum nr. 56/2017, sjá: http://www.althingi.is/altext/146/s/0570.html
 • Nei. Vottun á því að fyrirtæki eða stofnun uppfylli kröfur jafnlaunastaðals kemur ekki í veg fyrir að vinnustaðir greiði mismunandi laun á grundvelli málefnalegra sjónarmiða, svo sem með tilliti til menntunar, reynslu, þekkingar, ábyrgðar, álags eða starfsaðstæðna. Auk þess kemur vottun ekki í veg fyrir að við launaákvörðun sé litið til einstaklingsbundinna þátta sem hafa áhrif á hvernig starfsmaður getur leyst starf sitt af hendi eða fela í sér mat á árangri í starfi.
 • Launamunur milli einstaklinga er þannig ekki bannaður sem slíkur en ef hann er til staðar þarf hann að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum sem varða á engan hátt kynferði.
 • Nei. Enda þótt jafnlaunastaðallinn geri kröfu um að jafnlaunastefna fyrirtækis eða stofnunar sé aðgengileg og gefi nægjanlegar upplýsingar til að unnt sé að meta hvernig hún reynist, felur það ekki í sér að upplýst verði um launamál einstaklinga eða að allar launatölur skuli liggja frammi.
 • Staðallinn kveður á um að eðlilegt sé að upplýsingar um laun starfsmanna séu settar fram með tölfræði þannig að ekki sé hægt að tengja þær við einstaklinga.
 • Starfsmönnum er þó ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum kjósi þeir svo að gera. Þessi heimild hefur verið í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla síðan 2008. Það þýðir að atvinnurekendur geta ekki krafist þess af starfsfólki sínu að það semji sig undir ákvæði um launaleynd. Slík samningsákvæði eru óheimil og hafa því ekki gildi.
 • Fyrirtæki eða stofnun leitar eftir vottun hjá þar til bærum aðila á jafnlaunakerfi sínu.
 • Vottunaraðili stýrir og framkvæmir úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar.
 • Þegar vottunaraðili hefur lokið við að sannreyna að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85 (þ.e. að jafnlaunakerfi þeirra og framkvæmd þess uppfylli skilyrði jafnlaunastaðalsins og því feli málsmeðferð og launasetning hjá hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun ekki í sér kynbundna mismunun) tekur vottunaraðili ákvörðun um vottun og gefur út vottunarskírteini því til staðfestingar.
 • Vottunaraðili upplýsir Jafnréttisstofu þar um með því að skila til hennar afriti af vottunarskírteini, ásamt skýrslu um niðurstöðu úttektar vottunaraðilans (í slíkri skýrslu kemur fram hvernig fyrirtæki eða stofnun hefur uppfyllt kröfur jafnlaunastaðalsins ásamt því að staðfesta að fyrirtæki eða stofnun hafi sett sér jafnlaunastefnu og skjalfestar verklagsreglur til að framfylgja henni sem og að rýni stjórnenda hafi farið fram og þeir brugðist við hafi ástæða verið til).
 • Fyrirtæki eða stofnun sem öðlast hefur vottun skal endurnýja vottunina á þriggja ára fresti þannig að tryggt verði til framtíðar að launasetning hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem öðlast hafa vottun feli ekki í sér kynbundna mismunun.
 • Þegar Jafnréttisstofa hefur móttekið vottunarskírteini til staðfestingar á því að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess fullnægi skilyrðum jafnlaunastaðalsins veitir Jafnréttisstofa hlutaðeigandi jafnlaunamerki.
 • Merki sem staðfestir að fyrirtæki eða stofnun hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
 • Merkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana.
 • Fyrirtækjum og stofnunum er velkomið að nota jafnlaunamerkið til að auðkenna sig sem fyrirtæki eða stofnun sem öðlast hefur jafnlaunavottun.
 • Sótt er um heimild hjá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Umsækjandi (fyrirtæki eða stofnun) skal leggja fram afrit af vottunarskírteini í samræmi við ákvæði reglugerðar um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85 um að hann uppfylli kröfur staðalsins og skal Jafnréttisstofa þá veita honum heimild til að nota merkið.
 • Notkun merkisins má ekki hefjast fyrr en notkunarheimild Jafnréttisstofu liggur fyrir og gildir hún í jafnlangan tíma og vottun, þ.e. í þrjú ár.
 • Jafnlaunamerkið skal nota í samræmi við reglur um notkun jafnlaunamerkis sem staðfestar eru af félags- og jafnréttismálaráðherra og birtar eru sem fylgiskjal með reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85 sem og leiðbeiningar sem koma fram í stílbók um jafnlaunamerkið.
 • Leiði úttekt vottunaraðila í ljós, við endurnýjunarferli vottunar, að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess uppfyllir ekki lengur kröfur staðalsins ÍST 85 skal vottunaraðili tilkynna Jafnréttisstofu það. Jafnréttisstofa tekur mál er varða notkun jafnlaunamerkis í slíkum tilvikum til meðferðar, sbr. reglur um notkun jafnlaunamerkis sem ráðherra setur og skal þá fylgja reglum stjórnsýslulaga, meðal annars um andmælarétt aðila.

Jafnlaunamerkið

Jafnréttisstofa heldur skrá yfir fyrirtæki og stofnanir sem öðlast hafa vottun og birtir hana með aðgengilegum hætti á vef stofnunarinnar.

 • Jafnréttisstofa annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli öðlist vottun og endurnýjun þar á þriggja ára fresti eða eftir atvikum fái jafnlaunastaðfestingu.
 • Hafi fyrirtæki eða stofnun ekki öðlast vottun eða endurnýjun þar á, fengið jafnlaunastaðfestingu eða veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar eða gögn, getur Jafnréttisstofa beint þeim fyrirmælum til hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar að gera viðunandi úrbætur innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum.
 • Dagsektir geti numið allt að 50.000 kr. hvern dag en við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal Jafnréttisstofa meðal annars líta til fjölda starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar og hversu umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er og alvarleika máls.

Samkvæmt launarannsókn sem Hagstofan gerði i samstarfi við forsætisráðuneytið og birt var í september 2021 er kynbundinn launamunur enn fyrir hendi.

Þegar fyrstu lögin um launajöfnuð kvenna og karla voru sett hér á landi 1961 var talið að erfiðast yrði að breyta viðhorfum fólks til stöðu kynjanna en auðveldast að breyta launamun kynjanna og að hann yrði horfinn innan fárra ára. Sú hefur því miður ekki orðið raunin. Kynbundinn launamunur mælist enn, rúmum 60 árum síðar.

Hlutfall kvenna á vinnumarkaði hér á landi er meðal þess hæsta sem þekkist og er atvinnuþátttaka kvenna ein sú mesta sem mælist meðal ríkja OECD. Atvinnuþáttaka kvenna var 82% árið 2019 á móti 87,7% atvinnuþátttöku karla.

Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar er leiðréttur launamunur kynjanna árið 2020 4,1% konum í óhag en óleiðréttur launamunur mældist 12,6%. Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar í skýrslu Hagstofunnar: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/07/Kynbundinn-launamunur-fer-minnkandi-samkvaemt-nyrri-rannsokn-/

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum