Hoppa yfir valmynd

Verkfærakista

Hér er að finna skjöl sem þróuð hafa verið til að auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Þessi verkfæri eru sett hér fram sem dæmi um nálgun og til hægðarauka fyrir þá sem ætla sér að innleiða jafnlaunastaðalinn en ekki sem hin eina rétta leið. Jafnlaunastaðallinn kveður ekki á um hvernig uppfylla skuli þær kröfur sem þar eru settar fram heldur einungis hvaða kröfur jafnlaunakerfi þarf að uppfylla. Þessi verkfæri eru byggð á staðlinum en koma ekki í stað hans. Þegar jafnlaunastaðallinn er innleiddur er nauðsynlegt að hafa hann til hliðsjónar. Jafnlaunastaðalinn er hægt að kaupa hjá Staðlaráði Íslands.

Farið er nákvæmlega í notkun þessara skjala í vinnustofum Endurmenntunar HÍ um jafnlaunastaðalinn.

Verk-og tímaáætlun – gátlistar

Hér er að finna skapalón fyrir verkáætlun eftir þeim efnisþáttum sem settir eru fram í staðlinum: Stöðumat – Jafnlaunastefna – Umbætur – Skipulagning – Innleiðing & starfræksla – Gátun – Rýni stjórnenda

Starfaflokkun – reiknilíkan

Byggir á aðferðafræði sem sett er fram sem dæmi í Viðauka B í jafnlaunastaðlinum: Stigagjöf fyrir hvert viðmið.

Fremst í líkaninu er að finna hæfniviðmið og skilgreiningar. Hægt er að breyta þeim að vild og eftir eðli starfsemi skipulagsheilda.

Einnig eru þar skilgreind skref sem þarf að fylgja til að velja viðmið og gefa þeim vægi.

Sjá einnig:

Námskeið

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.

EMBLA - launagreiningartól

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum