Hoppa yfir valmynd

Almannatryggingar

Yfirstjórn almannatrygginga, stefnumótun og eftirlit með framkvæmd laga á sviði almannatrygginga er á hendi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins. 

Sjúkratryggingar almannatrygginga, þar á meðal sjúklingatrygging og slysatryggingar almannatrygginga heyra undir heilbrigðisráðuneytið.  Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og slysatryggingar samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Stofnunin annast einnig framkvæmd sjúklingatryggingar samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu.

Lífeyristryggingar almannatrygginga, þar á meðal lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra og fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa heyra undir félagsmálaráðuneytið. Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd lífeyristrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og styrki samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, og framkvæmd laga um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.

Úrskurðarnefnd velferðarmála fjallar um ágreining sem rís um grundvöll, skilyrði og upphæð bóta eða greiðslna samkvæmt ofangreindum lögum.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum