Hoppa yfir valmynd

Sjúklingatrygging

Rétt til bóta samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu eiga þeir sjúklingar sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni hér á landi í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðisstofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt og hlotið hefur löggildingu landlæknis til starfans. Tryggingin nær einnig til sjúklinga sem brýn nauðsyn er að vista á sjúkrahúsi erlendis.

Sjúkratryggingar Íslands annast sjúklingatryggingu vegna heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana sem ríkið á og rekur. Sama gildir um sjúkraflutninga á vegum ríkisins. Ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands eru kæranlegar til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu tryggðir vátryggingu (sjúklingatryggingu) hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 15.3.2018
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum