Hoppa yfir valmynd

Sjúkraskrár og gagnasöfn

Tilgangur laga um sjúkraskrár er að setja reglur um sjúkraskrár þannig að unnt sé að veita sjúklingum eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og kostur er á hverjum tíma og tryggja um leið vernd sjúkraskrárupplýsinga. Lögin gilda um sjúkraskrár sem færðar eru þegar meðferð er veitt hér á landi. Að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum gilda ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga um sjúkraskrárupplýsingar og meðferð þeirra.

Embætti landlæknis skal samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Í þeim tilgangi skal embættið m.a. halda skrár á landsvísu um heilsufar, sjúkdóma, slys, lyfjaávísanir, fæðingar og starfsemi og árangur heilbrigðisþjónustunnar. Tilgangur skránna er að afla þekkingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, hafa eftirlit með þjónustunni, tryggja gæði hennar og meta árangur, ásamt því að nota þær við gerð áætlana um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu og vísindarannsóknum.

Sjá einnig:

Embætti landlæknis

Landlæknir heldur skrár á landsvísu um ýmsa þætti heilsufars og heilbrigðisþjónustu.

Þjóðskrá

Síðast uppfært: 29.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum