Hoppa yfir valmynd

Ráðgjöf og fræðsla um kynlíf og barneignir

Gefa skal fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir samkvæmt lögum þess efnis nr. 25/1975. Landlæknir hefur yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slíkrar ráðgjafar og fræðslu en hún skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og má vera í starfstengslum við mæðranefnd, kvensjúkdómadeildir, geðvernd, fjölskylduráðgjöf og félagsráðgjafaþjónustu.

Veita skal fræðslu og rágjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra, kynlífsfræðslu og rágjöf og fræðslu um ábyrgð foreldrahlutverks og ráðgjöf og fræðslu varðandi þá aðstoð sem konu stendur til boða í sambandi við meðgöngu og barnsburð.

Fræðsluyfirvöld skulu í samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldunámsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum