Hoppa yfir valmynd

Tannheilsa

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða hluta kostnaðar vegna tannlækninga fyrir aldraða, lífeyrisþega og börn. Í lögum um sjúkratryggingar er kveðið á um þjónustu tannlækna.

Heimilistannlæknar

Öll börn skulu hafa sinn eigin heimilistannlækni. Hlutverk heimilistannlæknis er m.a. að boða börn í reglulegt eftirlit eftir þörfum barnsins, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. Foreldrar geta skráð barn sitt hjá ákveðnum heimilistannlækni á rafrænan hátt í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands.

Tannheilbrigðisstarfsfólk

Á Íslandi eru fjórar löggiltar heilbrigðisstéttir á sviði tannheilsu. Það eru tannlæknar, tannfræðingar, tanntæknar og tannsmiðir. Hér má finna lög og reglugerðir er varða starfsréttindi heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis gefur út starfsleyfi allra tannheilbrigðisstétta.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 17.2.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum