Hoppa yfir valmynd

Endurhæfingarstarfsemi

Endurhæfingarstarfsemi  á heilbrigðissviði

Endurhæfing er fyrir sjúklinga sem búið er að sjúkdómsgreina en þarfnast endurhæfingar í lengri eða skemmri tíma í kjölfar veikinda eða slysa. Endurhæfing felur í sér öll úrræði sem miða að því að fólk endurheimti andlega, líkamlega og félagslega færni, eða til þess að viðhalda færni fólks og fyrirbyggja frekari skerðingu. Endurhæfing byggist á virkri þátttöku sjúklingsins og þverfaglegu samstarfi fagfólks þar sem helstu fræðigreinar eru sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, hjúkrun, læknisfræði, sálfræði og talmeinafræði. Endurhæfing er hluti af almennri þjónustu sjúkrahúsa en hún er einnig veitt á endurhæfingarstofnunum og utan stofnana samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands.

Endurhæfingu er beitt vegna líkamlegra sjúkdóma, fötlunar, geðsjúkdóma eða fíknivanda.

Meðferðarstofnanir fyrir fólk með fíknivanda

Áfengis- og vímuefnameðferð er veitt á geðdeildum sjúkrahúsa og á sérstökum stofnunum á grundvelli samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Meðferð er ýmist veitt á legudeildum stofnana eða á dag- og göngudeildum.

Meðferð vegna fíknivanda er einnig veitt í fangelsum landsins.

Börn með fíknivanda fá meðferð á meðferðarstofnunum á vegum Barnaverndarstofu.

Sjá einnig:

Eftirlit

Sjúkratryggingar Íslands

Síðast uppfært: 22.2.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum