Hoppa yfir valmynd

Heilbrigðisþjónusta utan stofnana

Sérfræðiþjónusta og hjúkrun utan sjúkrahúsa er veitt af sérgreinalæknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Þjónusta sjúkrahótels fellur einnig undir þennan málaflokk.

Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun utan sjúkrahúsa er veitt af sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum.

Til sjúkraflutninga teljast allir flutningar sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa. Þjónustan er veitt af rekstraraðilum sem starfa samkvæmt samningum eða á vegum heilbrigðisstofnana.

Greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur er háð því að um hana hafi tekist samningur milli rekstraraðila og ríkisins samkvæmt ákvæðum VII. kafla  laga um heilbrigðisþjónustu og lögum um sjúkratryggingar, nema fyrir liggi einhliða ákvörðun ráðherra um greiðsluþátttöku á grundvelli sérstakrar heimildar í öðrum lögum.

Sjá einnig:

Greiðsluþátttaka ríkisins

Eftirlit

Síðast uppfært: 22.2.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum