Hoppa yfir valmynd

Heilbrigðisþing

Heilbrigðisþing 2019: Siðferðileg gildi og forgangsröðun

Heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 15. nóvember 2019 undir yfirskriftinni „Siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Þingið er liður í vinnu sem framundan er við gerð þingsályktunartillögu um þessi mál sem ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi næsta vor. Nánar um efni þingsins

 

Dagskrá

Staður og stund: Hótel Hilton Reykjavík Nordica, 15. nóvember kl. 8.30 – 16.00
Umræðustjóri: Vilhjálmur Árnason heimspekingur
Fundarstjóri: 
Björg Magnúsdóttir

Drög að dagskrá:

8.30 Skráning og morgunhressing

9.00 Fundarstjóri Björg Magnúsdóttir

9.05 Opnunarávarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra

9.15 Dr. Göran Hermerén:Prioritysettingchoices and values in healthcare. An importantdebate

9.45 – 10.25 Mannhelgi og virðing fyrir mannlegri reisn
Allir menn eru jafnir og eiga sama rétt til verndar lífs og viðhalds heilbrigðis.

Örerindi fulltrúa notenda: 

Yngri notendur: Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Öryrkjabandalagið: Emil Thoroddsen.
Sjónarhóll: Sigurrós Á. Gunnarsdóttir.

Landsamtök eldri borgara: Þórunn H Sveinbjörnsdóttir.

Geðhjálp: Héðinn Unnsteinsson.

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur: Mannhelgi og virðing fyrir mannlegri reisn.

10.25     KAFFIHLÉ

10.40 – 11.45     Þörf og samstaða
Þeir sem eru í brýnustu þörfinni fyrir heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma skulu ganga fyrir. – Gæta skal að rétti þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu, af hvaða ástæðum sem það er, og geta því ekki sjálfir leitað réttar síns eða varið hann.

Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Áskoranir veitenda í heilbrigðisþjónustu.

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur ásamt Davíð O. Arnar, yfirlækni hjartalækninga á Landspítala: 21. aldar lausnir við langvinnum sjúkdómum: Heilbrigðistækni og fyrirbyggjandi læknisfræði.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri sviðs áhrifaþátta heilbrigðis við Embætti landlæknis: Lýðheilsa – mikilvægi heilsulæsis.

Páll Matthíasson, læknir og forstjóri Landspítala: Hvernig gerum við upp á milli ólíkra heilbrigðisþarfa í heimi skorts?

11.50  Umræður og pallborð – stjórnandi Vilhjálmur Árnason.

12.30 – 13.00  HÁDEGISVERÐUR

13.00 – 14.15     Hagkvæmni og skilvirkni
Heilbrigðisþjónustan skal vera markviss, árangursrík og eins hagkvæm og nokkur kostur er.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: Hagkvæmni og forgangsröðun.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Landspítala: Þarfir í sjöunda veldi.

Sunna Snædal, læknir og formaður vísindasiðanefndar: Forgangsröðun í þágu vísinda.

Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða: Hagkvæmni er siðferðileg nauðsyn.

Alma Möller landlæknir: Er minna meira? Hugvekja um sóun í heilbrigðisþjónustu.

14.30     Umræður og pallborð – stjórnandi Vilhjálmur Árnason.

15:10    Samantekt dagsins – Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma Möller landlæknir, Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson.

15.45     Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra slítur heilbrigðisþingi.

 

Heilbrigðisþing 2018: Samtal um heilbrigðisþjónustu fyrir alla

Heilbrigðisráðherra boðaði til heilbrigðisþings 2. nóvember 2018 þar sem til umfjöllunar voru drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og styrkari grunnur lagður að mótun hennar. Ný heilbrigðisstefna varð að veruleika þegar Alþingi samþykkti tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í júní 2019. Í heilbrigðisstefnu segir að ætlun ráðherra sé að boða til heilbrigðisþings ár hvert, til umræðna og samráðs um áherslur í heilbrigðismálum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira