Hoppa yfir valmynd
22. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu

Frá vinnufundi í aðdraganda heilbrigðisþings - myndMynd: Heilbrigðisráðuneytið

Undirbúningur að mótun þingsályktunartillögu um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu hófst formlega með fjölmennum vinnufundi sem heilbrigðisráðherra efndi til í liðinni viku. Heilbrigðisþing 2019 sem haldið verður 15. nóvember næstkomandi verður helgað þessu viðfangsefni og var vinnufundurinn haldinn til að leggja grunn að umfjöllun þingsins svo það verði sem árangursríkast. Hér að neðan má sjá myndir frá vinnufundinum.

Hátt í sextíu manns tóku þátt í vinnufundinum, flestir úr hópi stjórnenda og fagfólks frá stofnunum heilbrigðisráðuneytisins en einnig fulltrúar frá háskólasamfélaginu og fleiri aðilar. Fundurinn hófst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem ræddi um þörfina fyrir skýr viðmið fyrir forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni sem sátt sé um í samfélaginu: „Markmið okkar í dag er að undirbúa þá umræðu sem mun fara fram á þinginu, rýna fyrirliggjandi efni og afmarka frekar umfjöllunina. Þannig er tilgangur vinnudagsins að finna hinar „réttu“ spurningar ef svo má segja. Hvað viljum við nákvæmlega ræða og hvað er aðkallandi að samstaða náist um? Hver eru okkar siðferðilegu gildi sem við viljum byggja okkar ákvarðanatöku á í heilbrigðisþjónustu?“ sagði ráðherra meðal annars í ræðu sinni. 

Að loknu ávarpi heilbrigðisráðherra fór Vilhjálmur Árnason heimspekingur yfir niðurstöður nefndar um forgangsröðun í heilbrigðismálum frá árinu 1998 og ræddi hvers vegna þörf væri á endurskoðun, Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri og Tryggvi Þorgeirsson læknir fjölluðu um forgangsröðun í fjárveitingum og Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur og Henry Alexander Henrysson heimspekingur ræddu um heilbrigðisþjónustu út frá sjónarmiðum þarfa, hagkvæmni og hugsjóna. Að erindum loknum unnu þátttakendur í vinnuhópum og var afrakstur þeirrar vinnu kynntur í lok dags. 

Á næstu vikum verður unnið að því að vinna frekar úr niðurstöðum vinnudagsins og gera hann aðgengilegan til frekari umfjöllunar á heilbrigðisþinginu 15. nóvember næstkomandi. Ætlun heilbrigðisráðherra er að leggja fyrir Alþingi í vor tillögu til þingsályktunar um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. „Þessari vinnu er ætlað að stuðla að skarpari sýn á grundvöll heilbrigðisþjónustunnar og má benda á að víða á Norðurlöndunum hefur verið ráðist í svipaða vinnu með aðkomu almennings, heilbrigðisstétta og þings“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 1
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 2
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 3
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 4
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 5
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 6
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 7
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 8
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 9
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 10
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 11
  • Frá vinnufundi í aðdraganda heilbrigðisþings - mynd
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 13
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 14
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 15
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 16
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 17
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 18
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 19
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 20
  • Fjölmennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu - mynd úr myndasafni númer 21

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum