Hoppa yfir valmynd

Heilbrigðisþing 2021, 20. ágúst kl. 9-16

Heilbrigðisþing 2021

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2021 um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við aldraða

Þetta er fjórða heilbrigðisþingið sem ráðherra efnir til í þeim tilgangi að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins og efla heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða hefur verið eitt af helstu forgangsmálum heilbrigðisráðherra á kjörtímabilinu. Áhersla hefur verið lögð á að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum, fjölga úrræðum og auka sveigjanleika þjónustunnar, samhliða átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Ákvörðun um að helga heilbrigðisþing 2021 heilbrigðisþjónustu aldraðra er í samræmi við þetta átak.

Bein útsending/upptaka

Drög að stefnu

Fyrr á þessu ári fól heilbrigðisráðherra Halldóri Sigurði Guðmundssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, að móta drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Í henni er dregin upp sýn að æskilegu heildarskipulagi þjónustu við aldraða, samþættingu milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs milli þessara þjónustustiga. Einnig er horft til nýrra áskorana og fjallað um mögulegar breytingar á framkvæmd og skipulagi þjónustunnar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og hjá nágrannaþjóðum. Á þinginu mun Halldór flytja fyrirlestur um efni skýrslunnar. Hún hefur verið birt til umsagnar á www.samradsgatt.is og lýkur umsagnarfresti ekki fyrr en nokkru eftir þingið. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér hana.

Á þinginu verða erindi um margvísleg efni sem varða þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og skipulag og hvað megi betur gera þegar horft er til  framtíðar. Einnig verður efnt til „sófaspjalls“ á sviði. Þar munu sérfróðir og reynslumiklir einstaklingar í faginu ræða saman og deila upplifun sinni og þekkingu með gestum þingsins.

Gestafyrirlesarinn Dr. Samir Sinha

Gestafyrirlesari á þinginu er doktor Samir Sinha frá Kanada. Dr. Sinha gegnir starfi forstöðumanns öldrunarlækninga við Sinai sjúkrahúsakerfið sem þjónar Toronto og Ontario í Kanada. Hann er einnig dósent í læknisfræði við háskólann í Toronto og lektor í læknisfræði við John Hopkins háskólann. Dr. Sinha lauk grunnámi í læknisfræði við Western‘s Schulich School of Medicine & Dentistry og í framhaldi meistaragráðu í sögu læknisfræðinnar og doktorsgráðu í félagsfræði við Oxford háskóla. Hann hefur stundað framhaldsnám í lyflækningum við háskólann í Toronto og öldrunarlækningum við John Hopkins háskólann.

Yfirgripsmikil þekking og sérhæfing dr. Sinha í stefnumótun innan heilbrigðiskerfa og á sviði þjónustu við aldraða hefur gert hann að eftirsóttum sérfræðingi um stefnumótun í málaflokknum. Árið 2012 var hann skipaður af stjórnvöldum í Ontario til þess að stýra stefnumótun á þessu sviði á svæðinu og vinnur hann nú að heildstæðri landsáætlun fyrir Kanada. Utan Kanada hefur dr. Sinha veitt ráðgjöf til spítala og heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi, Kína, Singapore, Bandaríkjunum og á Íslandi um framkvæmd og umsjón með einstökum, samþættum og nýstárlegum líkönum um öldrunarþjónustu sem draga úr sjúkdómsbyrði, bæta aðgengi og getu og stuðla að lokum að bættri heilsu aldraðra.

Vegna Covid-19 er gert ráð fyrir að gestir þingsins taki þátt í því með rafrænum hætti, streymt verður beint frá þinginu og notast við forritið Slido fyrir virka þátttöku gesta.

Dagskrá þingsins

Fundarstjóri: Björg Magnúsdóttir

Drög að dagskrá:

9.00: Ávarp heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir

9.20: Kynning á drögum að stefnu um þjónustu við aldraða, Halldór S. Guðmundsson dósent við Háskóla Íslands

10.00: Sófaspjall um stefnudrög Halldórs S. Guðmundssonar; Aldís Hafsteinsdóttir formaður SÍS og bæjarstjóri Hveragerðis, Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Sigurður Sigfússon varaformaður Öldrunarráðs Íslands, Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og þingmaður

10.30: Kaffihlé

10.40: Dagur í lífi þjónustuveitenda – örfyrirlestrar; Sigrún K. Barkardóttir, svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunardeildar Landspítala

11.00: Endurgjöf þátttakenda varðandi stefnu um þjónustu við aldraða (Slido)

11.30: Hádegishlé

12.15: Samantekt á endurgjöf þátttakenda

12.35: Myndbandsinnslag

12.40: Enabling Improved Patient, Provider and System Outcomes through an Advanced Care for Elders (ACE) Strategy, Dr. Samir Sinha forstöðumaður öldrunarlækninga við Sinai-sjúkrahúsið í Kanada

13.25: Sófaspjall um erindi Dr. Samir Sinha; Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri innleiðingar SELMU-verkefnisins, Sigrún Barkardóttir svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og Þórhildur Kristindóttir öldrunarlæknir á Landspítala

13.40: Heilsulæsi og eigin ábyrgð – örfyrirlestrar; Alma Möller landlæknir, Dr. Janus Guðlaugsson, Ásthildur Knútsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti

14:05: Myndbandsinnslag

14.15: Endurgjöf þátttakenda varðandi stefnu um þjónustu við aldraða (Slido)

14.40: Kaffihlé

14.55: Samantekt á endurgjöf þátttakenda

15.15: Pallborð ráðherra: Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Sóltúns, Berglind Indriðadóttir, Farsæl Öldrun Þekkingarmiðstöð, Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Sigrún Barkardóttir svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Sigurveig H. Sigurðardóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands

16.00: Þinglok

Þinginu er streymt beint á heilbrigdisthing.is og við minnum líka á þingið á facebook

Þátttaka með Slido

Þeir sem fylgjast með streymi frá þinginu geta tekið þátt í því í gegnum forritið www.sli.do þar sem aðgangskóðinn er #Hthing21 eða sótt Slido-appið í Apple Store eða Google Play og notað sama aðgangskóða, þ.e. #Hthing21 til að skrá sig inn. Fundarstjóri mun fara vel yfir þetta við upphaf útsendingar frá þinginu.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum