Hoppa yfir valmynd

Heilbrigðisumdæmi

Í lögum um heilbrigðisþjónustu er kveðið á um grunnskipulag heilbrigðisþjónustunnar og um skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi. Heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í hverju umdæmi eiga samkvæmt lögunum að hafa með sér samstarf um skipulag heilbrigðisþjónustu á viðkomandi svæði.

Kveðið er á um skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi í reglugerð ráðherra. 

Samkvæmt reglugerðinni skulu heilbrigðisstofnanir innan heilbrigðisumdæma hafa samráð um:

  1. Skipulag heilsugæslu í umdæminu með það að markmiði að tryggja öllum íbúum aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga.
  2. Skipulag hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, hjúkrunarrýmum stofnana og á hjúkrunarheimilum með það að markmiði að allir íbúar í umdæminu eigi kost á fullnægjandi hjúkrunarþjónustu í samræmi við þarfir sínar.
  3. Skipulag almennrar sjúkrahúsþjónustu í umdæminu.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 22.2.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum