Hoppa yfir valmynd

Þungunarrof

Lög um þungunarrof nr. 43/2019 tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir því að binda enda á þungun fram að lokun 22. viku þungunar sé virt, óháð því hvaða ástæður liggja að baki. Lögin kveða á um öruggan aðgang kvenna að heilbrigðisþjónustu í tengslum við þungunarrof og framkvæmd þess í öllum heilbrigðisumdæmum landsins.

Eins og fram kemur í lögunum skal þungunarrof helst framkvæmt fyrir lok 12. viku þungunar, sem undirstrikar mikilvægi þess að það sé gert eins snemma og mögulegt er, en það dregur ekki úr rétti kvenna til þungunarrofs fram að lokum 22. viku. Eftir lok 22. viku þungunar er einungis heimilt að framkvæma þungunarrof ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu við áframhaldandi þungun eða ef fóstur telst ekki lífvænlegt til frambúðar og er þá gerð krafa um staðfestingu tveggja lækna á því.

Áhersla er lögð á að konum sé veitt fræðsla um áhættu samfara aðgerðinni og kveðið á um að konu skuli boðið upp á stuðningsviðtal vegna þungunarrofs bæði fyrir og eftir framkvæmd þess.

Við undirbúning löggjafar um þungunarrof var áhersla lögð á að jafnræðis sé gætt og að farið sé að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum