Hoppa yfir valmynd

Sjúkratryggingar

Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag svo sem nánar er kveðið á um í lögum og í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga og önnur lög eftir því sem við á.

Þeir sem eru búsettir hér á landi (eiga hér lögheimili) og hafa verið það a.m.k. síðustu sex mánuði áður en bóta er óskað úr sjúkratryggingum eru sjúkratryggðir að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna nema annað leiði af milliríkjasamningum. Börn yngri en 18 ára eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn. Miðað er við skráningu í Þjóðskrá.

Sjúkratryggingar taka m.a. til heilsugæslu, sjúkrahúsþjónustu, þjónustu ýmissa sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, lyfja , hjálpartækja , ferðakostnaðar vegna veikinda, sjúkraflutninga og sjúkradagpeninga að uppfylltum skilyrðum laganna.

Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga, semja um og greiða endurgjald fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögunum í samræmi við stefnumörkun ráðherra á hverjum tíma.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 12.2.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum