Hoppa yfir valmynd

Framhaldsfræðsla og símenntun

Framhaldsfræðsla miðar að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju, samanber lög nr. 27/2010. Málefnasvið framhaldsfræðslu er sérstakur fjárlagaliður og undir hann heyra m.a. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fræðslusjóður og ýmsir fræðsluaðilar, þ. á m. símenntunarmiðstöðvar, tungumálaskólar og Fjölmennt.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fer með málefni framhaldsfræðslunnar. Ráðherra, eða aðili sem hann felur þau verkefni, vottar námskrár og námsskrárlýsingar, sbr. 6. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010, og veitir fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu, sbr. 7. gr. laganna. Mennta- og barnamálaráðuneytinu hefur verið falið að annast vottun námskráa í framhaldsfræðslu og viðurkenningar fræðsluaðila í framhaldsfræðslu og gæta þannig að samræmi sem gera má í kröfum til fræðsluaðila sem vinna þvert á kerfi menntunar og atvinnulífs.

Heildarendurskoðun

Heildarendurskoðun framhaldsfræðslukerfisins hófst árið 2022 og hefur samstarfshópur um framhaldsfræðslu meðal annars unnið að henni, auk þess sem ráðist hefur verið í margs konar úttektir og greiningar.

Viðurkenning fræðsluaðila í framhaldsfræðslu

Fræðsluaðilar í framhaldsfræðslu eru viðurkenndir á grundvelli 7. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Jafnframt gildir um þá reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011.

Mennta- og barnamálaráðuneytið veitir fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu.

Námskrár og námslýsingar í framhaldsfræðslu

Fræðsluaðilar eða aðrir fagaðilar, geta sótt um vottun námskráa/námslýsinga til mennta- og barnamálaráðuneytisins samkvæmt 6. grein laga um framhaldsfræðslu.

Mat og eftirlit með gæðum

Fræðsluaðilar eiga að meta starfsemi sína með reglubundnum hætti og stuðla að gæðum fræðslustarfs samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Sérstaklega á að hlusta eftir röddum þátttakenda og birta opinberlega upplýsingar um innra gæðamat og áætlanir um umbætur. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti hefur umsjón með þessum þætti, meðal annars með samningum, og er heimilt að fela öðrum að annast þá umsjón.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 19.9.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta