Hoppa yfir valmynd

Framhaldsfræðsla og símenntun

Framhaldsfræðsla miðar að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju, samanber lög nr. 27/2010.  Framhaldsfræðsla er sérstakur fjárlagaliður og undir hann heyra m.a. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fræðslusjóður og ýmsir fræðsluaðilar, þ. á m. símenntunarmiðstöðvar.

Heildarendurskoðun

Heildarendurskoðun framhaldsfræðslukerfisins hófst árið 2022 og hefur samstarfshópur um framhaldsfræðslu meðal annars unnið að henni, auk þess sem ráðist hefur verið í margs konar úttektir og greiningar

Meginmarkmið

Meginmarkmið framhaldsfræðslu skv. lögum er að: 

  • veita einstaklingum með stutta skólagöngu að baki aukin tækifæri til virkrar skólagöngu í samfélaginu
  • veita einstaklingum á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri
  • gefa einstaklingum færi á að efla starfshæfni sína og efla ábyrgð þeirra í því tilliti
  • skapa svigrúm og úrræði til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og hæfni starfsmanna
  • veita einstaklingum sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku í framhaldsfræðslu þar sem tekið er mið af ójafnri stöðu þeirra og hæfni
  • afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • stuðla að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis verði metin að verðleikum
  • efla menntunarstig í landinu og íslenskt menntakerfi

Grunnþjónusta 

Grunnþjónusta framhaldsfræðslunnar skiptist í þrjá meginþætti, þ.e.  náms- og starfsráðgjöf, sem er undanfari hinna tveggja grunnþjónustuþáttanna, raunfærnimat og vottaðar námsleiðir.  Bæði raunfærni­matið og vottuðu námsleiðirnar hafa að markmiði að staðfesta og auka hæfni og færni í starfi og opna leiðir inn í framhaldsskóla, háskólabrýr eða á vinnumarkaði.

Um hlutverk Fræðslusjóðs er fjallað í lögum um framhaldsfræðslu. Þar segir að markmið sjóðsins sé að stuðla að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki. Jafnframt sé  það hlutverk sjóðsins að taka þátt í að skapa skilyrði fyrir því að einstaklingar geti nýtt sér slík námstækifæri.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast á grundvelli samnings við ráðuneytið alla umsýslu með Fræðslusjóði og fjárreiðum hans, sbr. 10 gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu.  Fræðslusjóður ráðstafar þeim framlögum sem Alþingi ákveður í fjárlögum hverju sinni. Úthlutanir Fræðslusjóðs greinast í meginatriðum í þrennt samkvæmt úthlutunarreglum sem ráðherra staðfestir:

   a. framlög til fræðsluaðila til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald,
   b. framlög til að mæta kostnaði við raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf,
   c. styrkveitingar til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu.

Stjórn Fræðslusjóðs ber ábyrgð á ráðstöfun fjár úr Fræðslusjóði. Auglýsa er eftir umsóknum frá fræðsluaðilum um framlög og stuðning til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald.  

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 23.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum