Hoppa yfir valmynd

Framúrskarandi menntun alla ævi

 

 

Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.

 

Menntun er lykill að tækifærum framtíðar og eitt helsta hreyfiafl samfélaga og velsældar mannkyns. Á tímum fádæma umskipta, óvissu og örra tæknibyltinga verða þjóðir heims að búa sig undir aukinn breytileika og sífellt flóknari áskoranir. Framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni íslenska menntakerfisins. Velgengni byggir á vel menntuðum einstaklingum með skapandi og gagnrýna hugsun, félagsfærni og góð tök á íslensku og erlendum tungumálum til að takast á við hnattrænar áskoranir.

Menntun styrkir, verndar og vekur viðnámsþrótt einstaklinga og samfélaga. Með menntastefnu verður lögð áhersla á að styrkja viðhorf Íslendinga til eigin menntunar með vaxtarhugarfar að leiðarljósi. Þekkingarleitinni lýkur aldrei og menntun, formleg sem óformleg, er viðfangsefni alla ævi. Skólar og aðrar menntastofnanir skulu vera eftirsóknarverðir vinnustaðir og kennarastarfið áhugavert þar sem það er meðal mikilvægustu starfa samfélagsins.

Öflugt og sveigjanlegt menntakerfi skal stuðla að jöfnum tækifærum til náms því allir geta lært og allir skipta máli. Allir hafi tækifæri, á eigin forsendum og án nokkurrar mismununar, til að þroskast og auka hæfni sína.

 

Þrautseigja

Hugrekki

Þekking

Hamingja

Sjálfbærni

Aðdragandi

Vinna við menntastefnu til ársins 2030 hófst árið 2015 með víðtæku samstarfi ríkis og sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila skólasamfélagsins um greiningu á framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla eða menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Erlent samstarf

Á árunum 2018-2020 átti sér stað mikið samráð við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD). Mennta- og menningarmálaráðherra átti fundi með Ángel Gurría framkvæmdastjóra og Andreas Schleicher yfirmanni menntamála í höfuðstöðvum stofnunarinnar í París vorið 2018. Síðar sama ár var skipulagður framhaldsfundur ráðherra með sérfræðingum OECD á sviði menntamála í París. 

Innleiðing

Menntastefnan er innleidd með þremur aðgerðaáætlunum yfir þrjú tímabil. Hver aðgerðaáætlun er lögð fram við upphaf hvers tímabils, ásamt aðgerðum og árangursmælikvörðum. 

  1. Aðgerðaáætlun 2021–2024
  2. Aðgerðaáætlun 2024–2027
  3. Aðgerðaáætlun 2027–2030

Áætlunum er hrint í framkvæmd í víðtæku samráðu við stofnanir og samtök sem að málinu koma.

Árangursmælikvarðar eru vörður til að tryggja framgang stefnunnar.

Víðtæk greiningarvinna liggur að baki menntastefnu

Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum
á Íslandi Rannsókn RHA Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skólaog frístundastarfSamstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnendaFrístundaheimili –leikur og nám á forsendum barnaGrænbók um fjárveitingar til háskólaMat á innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla. Niðurstöður kannana
og aðgerðir til úrbótaMenntun fyrir alla – horft fram á veginnStyrking leikskólastigsinsMenntun til framtíðarTækifæri ungs fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir að
loknu námi á starfsbrautDrög að stefnu: Menntun barna og ungmenna
með fjölbreyttan tungumálaog menningarbakgrunnFramtíðarstefna um samræmt námsmat. Tillögur starfshóps um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa.Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir allaAðgerðir í menntamálum: Nýliðun kennara

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta