Hoppa yfir valmynd

Kennsla í fremstu röð

Kennaramenntun og nýliðun

Inntak kennaramenntunar skal taka mið af þörfum samfélagsins og styðja við menntastefnu. Unnið verður að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og eflingu faglegs sjálfstæðis þeirra. Mótaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir kennaraskort, meðal annars með fullnægjandi nýliðun.

Þekking og hugrekki

Nemendum verður gert kleift að afla sér nýrrar þekkingar og hæfni ásamt því að geta beitt og hagnýtt þekkingu sína. Nemendur verða meðvitaðir um mikilvægi þess að vera skapandi og ábyrgir í þekkingarleit sinni, ígrundun og rökstuðningi og óhræddir við að prófa sig áfram.

Hæfniþróun fagstétta í skólastarfi

Tryggt skal að hæfni- og þekkingarþróun verði skilgreind sem hluti af starfi kennara og skólastjórnenda á öllum skólastigum til að hæfni sé í samræmi við breyttar þarfir og faglegt sjálfstæði þeirra. Lögð verður áhersla á tengsl milli grunnmenntunar, starfsnáms og hæfniþróunar fagstétta í skólastarfi þannig að allir geti vaxið í störfum sínum og markvisst aukið þekkingu sína og hæfni, kynnt sér faglegar nýjungar og eflt samstarf sín á milli.

Lagarammi

Til að nýta mannauð sem best og búa honum góð starfsskilyrði og vinnuumhverfi skal tryggja markvissa innleiðingu á lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Fjölbreytileiki

Menntakerfi framtíðar kallar á aukna nýsköpun og mikla samvinnu. Þörf er á aðkomu fólks með fjölbreytta sérþekkingu við mótun þess.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum