Samráðsgátt
Áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum o.fl.
Stjórnarráðið starfrækir Samráðsgátt sem hefur þann tilgang að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila til þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku.
Í Samráðsgáttinni er að finna áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum og reglugerðum, skjöl um stefnumótun (t.d. drög að stefnum) og fleira. Lögð er áhersla á skýra framsetningu og auðvelda notkun. Hægt er að kynna sér efni mála og senda inn umsagnir og ábendingar. Framlag þátttakenda er að jafnaði birt í gáttinni og að samráðstímabili loknu er gerð grein fyrir úrvinnslu athugasemda og niðurstöðu máls. Hægt er að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga, hvort heldur er eftir málaflokki, stofnun eða tilteknu máli.
Tekið skal fram að til viðbótar við opið samráð á netinu geta verið annars konar samráðsferlar, svo sem þátttaka helstu hagsmunaaðila í nefndastarfi eða sérstakt boð til þeirra um umsögn.
Hér fyrir neðan er listi yfir þau mál sem eru í samráði hjá ráðuneytunum. Sjá nánar á samráðsgáttinni á Ísland.is
Forsætisráðuneytið
- Stefna um gervigreind
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna (fjölgun mismununarþátta), nr. 85/2018.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun (Ferðatryggingasjóður)
- Reglugerð um Ferðatryggingasjóð
- Drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar (viðurlög, tengdir aðilar o.fl.)
Dómsmálaráðuneytið
- Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/9140, með síðari breytingum (barnaníðsefni, atriði sem hafa áhrif á refsihæð, hatursorðæða, mismunun sökum fötlunar).
- Kosningar til Alþingis
Félagsmálaráðuneytið
Ekkert í umsagnarferli sem stendur
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (arður, yfirskattanefnd o.fl.).
- Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (innleiðing evrópskra gerða um fjármálafyrirtæki og undanþága frá ákvæðum um endurbótaáætlanir)
- Áform um frumvarp til laga um ríkisábyrgðir og lánasýslu ríkisins
- Drög að reglugerð um almennan varasjóð
- Drög að reglugerð um sjóðstöðu og stjóðsstýringu
- Drög að reglugerð um meðferð árslokastöðu ríkisaðila
Heilbrigðisráðuneytið
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Utanríkisráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.