Hoppa yfir valmynd

Samráðsgátt

Áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum o.fl.

Stjórnarráðið starfrækir Samráðsgátt sem hefur þann tilgang að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila til þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku.

Í Samráðsgáttinni er að finna áform um lagasetningu, drög að lagafrumvörpum og reglugerðum, skjöl um stefnumótun (t.d. drög að stefnum) og fleira. Lögð er áhersla á skýra framsetningu og auðvelda notkun. Hægt er að kynna sér efni mála og senda inn umsagnir og ábendingar. Framlag þátttakenda er að jafnaði birt í gáttinni og að samráðstímabili loknu er gerð grein fyrir úrvinnslu athugasemda og niðurstöðu máls. Hægt er að gerast áskrifandi að sjálfvirkri vöktun upplýsinga, hvort heldur er eftir málaflokki, stofnun eða tilteknu máli.

Tekið skal fram að til viðbótar við opið samráð á netinu geta verið annars konar samráðsferlar, svo sem þátttaka helstu hagsmunaaðila í nefndastarfi eða sérstakt boð til þeirra um umsögn.

Sjá nánar á samráðsgáttinni á Ísland.is


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum