Hoppa yfir valmynd

Fylgirit með fjárlagafrumvarpi 2024

Tekjuáætlun með framsetningu GFS-staðalsins

Fjárveitingar eftir málaflokkum og ráðuneytum

Fjárveitingar eftir ríkisaðilum og verkefnum

Forsendur fjárveitinga samkvæmt reiknilíkönum

Til samræmis við 19. gr. laga um opinber fjármál er í þessu yfirliti greint frá forsendum fjárveitinga sem byggjast á reiknilíkönum eða sérstökum reiknireglum, auk þess sem greint er frá fyrirhuguðum breytingum á líkönum eða reglum. Hér á eftir er lýsing á þeim reiknilíkönum, reiknireglum og helstu stikum sem notuð eru við skiptingu fjárheimildar í fjárveitingar til ríkisaðila fyrir eftirfarandi málefnasvið á útgjaldahlið:

  • 20 Framhaldsskólastig
  • 21 Háskólastig
  • 23 Sjúkrahúsþjónusta
  • 24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

20 Framhaldsskólastig

Á vordögum 2023 var stofnaður stýrihópur um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins er að móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms. Stýrihópnum var falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta þar með samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólana. Þar sem þeirri vinnu var ekki lokið fyrir framlagningu fjárlagafrumvarpsins var sú ákvörðun tekin að gera ekki breytingar fyrir fjárlagafrumvarpið 2024.

Verðflokkar námsbrauta

Rekstrargrunnur, m.kr.

Því var tekin sú ákvörðun að halda óbreyttum nemendafjölda og fjárveitingum til einstakra skóla úr fjárlögum 2023, utan launa- og verðlagsbóta og minniháttar breytinga vegna sértekna, hagrænnar skiptingar og aðhaldsaðgerða. Gert er ráð fyrir að fyrir 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins liggi nemendatölur fyrir ásamt endurskoðuðum fjárveitingum til skóla. Þá verði jafnframt úthlutað því fjármagni sem kom til málaflokksins vegna fjölgunar nemenda í verknámi og fjölgunar nemenda á starfsbrautum. Gert er ráð fyrir að uppfærðar forsendur reiknilíkans verði kynntar fyrir Alþingi fyrir 2. umræðu svo þingheimur hafi tækifæri til að kynna sér þær fyrir samþykkt fjárlaga.

Reiknilíkan framhaldsskóla gegnir því hlutverki að skipta fé sem fjárveitingarvaldið veitir til skólanna og styðja við fagleg, fjárhagsleg eða pólitísk markmið. Vinna við endurskoðun reiknilíkans framhaldsskóla er langt komin. En líkanið mun halda áfram að þróast í takt við breyttar áherslur í framhaldsskólakerfinu. Meginmarkmið með endurskoðun líkans er að gera það einfaldara og gegnsærra en fyrra líkan og jafnframt að það styðji við breytingar sem orðið hafa í framhaldsskólakerfinu á síðastliðnum árum. Líkanið er samansett af eftirfarandi fjórum þáttum: Nám og kennsla, þjónustuframlag, önnur framlög til skóla og útskriftarframlag.

Við skiptingu fjárveitinga til framhaldsskóla í fjárlögum ársins 2018 voru annar og fjórði þáttur virkjaðir að hluta til og í fjárlögum ársins 2019 var fyrsti þátturinn virkjaður. Við breytingu í fjárlögum 2019 var talning framhaldsskólanemenda framkvæmd með nýju móti og framlagið tók mið af fyrirkomulagi námsbrautar í stað áfanga:

Nemandi í fullu námi. Fram til fjárlaga ársins 2018 var miðað við einingar nemenda sem skiluðu sér til prófs í lok annar. Það kölluðust ársnemendur. Nú er miðað við fjölda nemenda þremur vikum eftir upphaf annar og 60 einingar á ári, eins og kveðið er á um í aðalnámskrá. Þar sem starfsnám er yfirleitt skipulagt þannig að starfsnámsnemendur skila síður 30 einingum á önn en bóknámsnemendur skilgreinist starfsnámsnemandi í verðflokki 4, 5, 6 og 7 í fullu námi, ef skráðar námseiningar hans eru 80% af fullu námi eða meira. Nemendur í fullu námi eru aldrei fleiri en höfðatala nemenda í viðkomandi skóla.

Framlag til náms og kennslu. Námsbrautum er skipt í 11 verðflokka og tekur framlag til hvers flokks mið af fjárheimild málefnasviðs framhaldsskólastigs á hverjum tíma. Námsbrautarlýsingar voru verðmetnar á grundvelli eldra reiknilíkans þar sem m.a. var tekið tillit til launa, hópastærða, húsnæðis og tækjabúnaðar

21 Háskólastig

Í september 2023 verður nýtt reiknilíkan fyrir háskóla kynnt sem áætlað er að fjárveitingar til háskóla árið 2024 ráðist af. Með nýju reiknilíkani verður í fyrsta sinn tekið tillit til árangurs í rannsóknum við ákvörðun fjárveitinga. Árangur rannsókna verður metinn m.a. út frá rannsóknarvirkni, gæðum vísindagreina og sókn í erlenda styrki. Þá mun nám á doktors- og meistarastigi fá mun meira vægi en áður. Auka á gagnsæi fjárveitinga til háskóla með því að fjármagna samfélagslega mikilvæg mál með beinum hætti, t.d. þróun fjarnáms, mótun nýrra kennsluhátta og með framlögum til að mæta byggðasjónarmiðum og ná markmiðum í fjármálaáætlun um háskóla og rannsóknastarf.

Í yfirliti 2 í fylgiritinu byggjast framlög til hvers háskóla á sömu forsendum og í fjárlögum 2023 með þeim breytingum að aðhaldskrafa hefur verið útfærð á skólana, að tímabundin framlög sem veitt var til háskóla í heimsfaraldri kórónuveiru hafa fallið niður og framlög hafa aukist vegna launa- og verðlagsbóta. Samhliða kynningu á nýju reiknilíkani verður tilkynnt hvernig ráðstafa eigi auknum fjármunum sem veitt verður til háskóla.

Forsendur nýs reiknilíkans sem og fjárveitingar verða birtar í fylgiriti fjárlaga ársins 2024. Breyttar forsendur reiknilíkans og áhrif þeirra á fjárveitingar til háskólanna verða þó kynntar fyrir Alþingi fyrir 2. umræðu svo þingheimur hafi tækifæri til að kynna sér þær fyrir samþykkt fjárlaga. Lýsing á reiknilíkani háskóla sem lá til grundvallar framlögum til skólanna árið 2023 birtist í yfirliti 5 í fylgiriti fjárlaga ársins 2023.

23 Sjúkrahúsþjónusta

Eitt markmiða  heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er skilvirk þjónustukaup. Undir það fellur t.a.m. innleiðing á þjónustutengdu fjármögnunarkerfi, sem byggir á DRG alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma, til kaupa á allri sjúkrahúsþjónustu og sambærilegri þjónustu sem veitt er í einkarekstri utan sjúkrahúsa. Um er að ræða breytingu sem ætlað er að skapa hvata til þess að stytta legutíma, auka framleiðni og lækka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Frá og með árinu 2022 hefur klínísk starfsemi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri verið reiknuð með tilliti til fjármagns samkvæmt þessu kerfi, þ.e. í samræmi við umfang þjónustu, en Landspítalinn hefur allt frá árinu 2003 notað DRG kerfið til að halda utan um klíníska framleiðslu og kostnað í starfsemi sinni.

Í stuttu máli byggist þjónustutengd fjármögnun á því að þjónusta sjúkrahúsanna er greind niður í flokka samkvæmt sjúkdómaflokkunarkerfi. Hver flokkur lýsir umfangi þeirrar þjónustu sem liggur að baki, t.d. vegna tiltekinna aðgerða eða meðferðar við tilteknum sjúkdómum. Umfangið er mælt í svokölluðum DRG einingum. Greiðslur fyrir aðgerð eða meðferð ráðast af fjölda DRG eininga þar sem einingaverðið er fast og fyrir liggur hvað margar DRG einingar hver aðgerð eða meðferð felur í sér að meðaltali.

Á næstu misserum verður unnið að því að skoða möguleika þess að sjúkrahús heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, og eftir atvikum aðrir þjónustuveitendur, verði fjármögnuð á þennan hátt.

24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Í heilsugæslu eru tvö fjármögnunarlíkön þ.e. fyrir höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar. Fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslur á landsbyggðinni tók gildi í ársbyrjun 2021 og er í grunninn byggt upp á sama hátt og kerfið sem verið hefur við lýði á höfuðborgarsvæðinu frá 2017, en þó með nokkrum nauðsynlegum viðbótum.

Samkvæmt kerfunum endurspeglar framlag til rekstrar hverrar stöðvar fjölda sjúklinga sem skráðir eru á stöðina auk þess sem tekið er tillit til ýmissa þátta eins og sjúkdómsbyrði og félagslegra aðstæðna einstaklinga ásamt viðmiðum sem snúa að gæðum þjónustunnar. Tilgangur kerfanna er að auka gæði og skilvirkni í þjónustu heilsugæslustöðva landsins. Kostnaður vegna húsaleigu er fyrir utan reiknilíkönin sem og gjöld vegna heimahjúkrunar, heilbrigðisþjónustu við fanga, sjúkraflutninga,  geðheilsuteyma og sérnámsstöðugildi lækna og hjúkrunarfræðinga.

Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu

Skipting heildarfjármuna til heilsugæslustöðva byggja á þáttum sem sjá má í eftirfarandi töflum. Frá því að líkanið tók gildi á höfuðborgarsvæðinu hefur fjárframlag til geðheilbrigðisþjónustu verið aukið jafnt og þétt og í september 2021  var bætt við 200 m.kr. fjárveitingu á landsvísu til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu við aldraða og 200 m.kr. í tímabundna fjárveitingu í sálfræðiþjónustu til eins árs, sem nú hefur verið gerð varanleg.

Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á landsbyggðinni

Í samræmi við Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var nýtt átaksverkefni sem snýr að heilsuvernd og heilsueflingu eldra fólks og einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda bætt við árið 2020 auk þess sem fjármagn vegna félagsþarfavísitölu var aukið á árinu. Á árinu 2021 færðust verkefni við skimanir fyrir krabbameini í leghálsi til heilsugæslunnar og er hluti fjárveitingar vegna þess innan fjármögnunarlíkansins. Á árinu 2022 var bætt við fjármagni fyrir viðhaldi á húsnæði og endurnýjun tækja og annars búnaðar í höfuðborgarsvæðislíkanið.

Fjármögnunarlíkönin ná til 52 heilsugæslustöðva og þar af eru 19 innan höfuðborgarsvæðislíkansins (fjórar í einkarekstri) og 33 innan landsbyggðarlíkansins Heilsugæslustöðvarnar á landsbyggðinni  heyra undir 6 heilbrigðisstofnanir og eru margar þeirra með minni stöðvar (heilsugæslusel) sem hafa takmarkaðan opnunartíma og eru starfsstöðvar á landsbyggðinni í heild sinni 57. Ráðgert er að ný einkarekin heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa á haustmánuðum 2023.

Fjárheimildir til starfsemi heilsugæslustöðva, án fyrrgreindra þátta sem eru utan kerfis, er áætlaðir um 26,2 ma.kr. á árinu 2023 og þar af eru áætlaðir 13,2 ma.kr. til dreifingar innan höfuðborgarsvæðislíkansins og 13 ma.kr. til dreifingar innan landsbyggðarlíkansins. Verður fjárheimildunum dreift eftir þeim þáttum reiknilíkananna sem sjá má í  meðfylgjandi töflum.

Í janúar 2022 setti heilbrigðisráðherra á laggirnar starfshóp með það að markmiði að skila tillögum að breytingum við núverandi lýsingar fjármögnunarlíkananna.  Í kjölfarið voru gerðar umtalsverðar breytingar sem tóku gildi í ársbyrjun 2023. Þar má helst nefna aukið vægi félagsþarfavísitölu, breytt greiðslufyrirkomulag vegna vísitölunnar og uppfærsla á útreikningi hennar; breytt greiðslufyrirkomulag vegna túlkaþjónustu; sérstakar greiðslur vegna stofnun miðlægs lyfjakorts; ný gæðaviðmið í stað fjögurra sem falla út og breyttur útreikningur á hlutdeild veittrar þjónustu. Þá er bætt við sérstöku virðisaukaskattsálagi fyrir einkareknar heilsugæslustöðvar sem fá ekki endurgreiddan virðisaukaskatt á sama hátt og opinbera stöðvar. Samhliða þessum breytingum var fjármagn til dreifingar innan kerfanna aukið um 1,3 ma.kr. á föstu verðlagi.

25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

Í gildi eru samningar milli Sjúkratrygginga Íslands við rekstraraðila hjúkrunarheimila um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila. Samningarnir gilda til loka mars 2025. Samningarnir taka til þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum á hjúkrunarheimilum sem ekki eru með fastar fjárveitingar. Þeir byggjast á einingarverðum sem ráðast af eftirfarandi þáttum:

  • Grunngjald fyrir dvalarkostnað, grunnheilbrigðisþjónustu og hjúkrunarþjónustu.
  • Breytileiki milli heimila byggir á hjúkrunarþyngd íbúa í hjúkrunarrýmum sem miðast við RUG stuðul sem reiknaður er út frá vegnu meðaltali hjúkrunarþyngdar íbúa í svokölluðu RAI-mati.
  • Húsnæðisgjald reiknast út frá stærð heimilis en auk þess er álag reiknað vegna óhagræðis í rekstri minni heimila.
  • Sérstakar greiðslur eru vegna sérhæfðrar þjónustu, vegna langvinnra sjúkdóma, dvalar á sjúkrastofnunum og annarra kostnaðarútlaga sem hjúkrunarheimilin þurfa að greiða. Sérstök ákvæði eru í samningnum um meðhöndlun þessara liða.

Rekstrar- og þjónustusamningar1

Rekstrargrunnur, m.kr. Áb. 2023 2024 2025 2026 Gildir til
04 Utanríkismál
04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála 3 3 3 3
Neytendastofa, v. reglna um vörur og fjarþj. UTN 3 3 3 3 Ótímab.
04.20 Utanríkisviðskipti 1.019 1.240 1.240 1.240
Samningur við Íslandsstofu UTN 1.019 1.240 1.240 1.240 2025
04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál 2.678 2.603 2.603 2.603
Samningur við Landhelgisgæslu Íslands UTN 2.566 2.436 2.436 2.436 2026
Samningur við Ríkislögreglustjóra UTN 112 167 167 167 2025
05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
05.10 Skattar og innheimta 892 964 964 964
Skattvinnslukerfi FJR 463 500 500 500 Ótímab.
Tollvinnslukerfi FJR 429 463 463 463 Ótímab.
05.30 Fjármálaumsýsla ríkisins 598 598 598 598
Tekjubókhaldskerfi FJR 598 598 598 598 Ótímab.
05.40 Stjórnsýsla ríkisfjármála 1.672 1.764 1.764 525
Aðild að NIIS FJR 120 120 120 120 Ótímab.
Hagstofa og Kjararannsókn.nefnd opinb. starfsm. FJR 14 14 14 14 Ótímab.
Lánaumsýsla ríkisins FJR 151 164 164 164 Ótímab.
Rannís FJR 50 50 2025
Samningur um Microsoft hugbúnaðarleyfi FJR 1.188 1.188 1.188 2025
Samningur um rafræna auðkenningu FJR 198 228 228 228 2024
07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar 273 273 273 238
Fab Lab - Akranes HVIN 4 4 4 4 2023
Fab Lab - Eyjafjörður - Fabey HVIN 4 4 4 4 2023
Fab Lab - Fjarðabyggð HVIN 4 4 4 4 2023
Fab Lab - Háskólafélag Suðurlands HVIN 4 4 4 4 2023
Fab Lab - Húsavík HVIN 4 4 4 4 2023
Fab Lab - Ísafjörður HVIN 4 4 4 4 2023
Fab Lab - Reykjavík HVIN 10 10 10 10 2023
Fab Lab - Skagafjörður - Hátæknisetur Íslands HVIN 4 4 4 4 2023
Íslandsstofa / Film in Iceland MVF 15 15 15 15 2026
Íslandsstofa / Skapandi Ísland MVF 35 35 35 2025
Kría-sjóður v/umsýslan HVIN 45 45 45 45 2023
Kvikmyndamiðstöð / Endurgreiðslukerfi MVF 30 30 30 30 2026
Þj.samningur um rekstur Tæknisetur ehf. HVIN 110 110 110 110 2023
08 Sveitarfélög og byggðamál
08.20 Byggðamál 245 200 197 194
Samningar við landshlutasamtök um atvinnuþróun IRN 245 200 197 194 2027
09 Almanna- og réttaröryggi
09.10 Löggæsla 771 853 853 853
Neyðarlínan DMR 605 681 681 681 2026
Slysavarnarfélagið Landsbjörg DMR 166 172 172 172 2026
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
11.10 Samgöngur 2.908 2.878 2.878 2.718
Flugleið Grímsey IRN 43 43 43 0 2025
Flugleið Vopnafjörður - Þórshöfn IRN 125 117 117 0 2025
Samgöngusáttmáli á höfuðborgarsvæðinu IRN 2.398 2.398 2.398 2.398 2033
Samningur um Vaktstöð siglinga IRN 342 320 320 320 2026
11.30 Stjórnsýsla innviðaráðuneytis 75 75
Slysavarnaskóli sjómanna IRN 75 75 2024
12 Landbúnaður
12.10 Stjórnun landbúnaðarmála 32 32
Samn. við RML og Landssamtök sauðfjárbænda MAR 32 32 2023
12.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum 552 497 17
Hagstofa Íslands - afkomuþróun í landbúnaði MAR 7 2022
MAST - Varnir gegn sýklalyfjaónæmi MAR 26 2022
Matís - þjónustusamn. um matvælarannsóknir MAR 468 480 2023
Tilraunastöð HÍ - Tilvísunarrannsóknastofa MAR 31 17 17 2024
Tilraunastöð HÍ - varnir gegn sýklalyfjaónæmi MAR 21 2022
13 Sjávarútvegur og fiskeldi
13.20 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi 3 3 3 3
Framlag til Hafréttarstofnunar MAR 3 3 3 3 Ótímab.
14 Ferðaþjónusta
14.10 Ferðaþjónusta 339 323 17
Hagstofan / Þjónustusamn. um ferðaþj.reikninga MVF 15 15 15 2025
Íslandsstofa / Þjónustusamningur MVF 300 300 2024
Vegagerðin / Varða / Myndastopp MVF 24 8 2 2025
18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
18.10 Safnamál 40 40 20 20
Hönnunarsafn Íslands MVF 20 20 2024
Rekstrarfélagið Gríma - Listafélag Sigurjóns Ó. MVF 20 20 20 20 2026
18.20 Menningarstofnanir 1.228 1.298 1.271 1.259
Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhús MVF 1.197 1.261 1.248 1.235 2046
Snorrastofa vegna RÍM MVF 4 4 2024
Stórsveit Reykjavíkur MVF 7 8 9 2026
Þjóðleikhúsið MVF 15 15 15 15 2028
Þórbergssetur MVF 11 11 2024
18.30 Menningarsjóðir 46 43 40 40
Bókmenntahátíð í Reykjavík MVF 6 3 2024
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum MVF 40 40 40 40 2026
19 Fjölmiðlun
19.10 Fjölmiðlun 5.710 6.125 6.505 6.805
Ríkisútvarpið MVF 5.710 6.125 6.505 6.805 2027
20 Framhaldsskólar
20.10 Framhaldsskólar 7.646 8.070 7.502 7.502
Fisktækniskóli Íslands ehf. MRN 75 75 75 75 2026
Keilir - frumgreinanám og annað nám MRN 409 409 2022
Kvikmyndaskóli Íslands MRN 160 160 2024
Menntaskóli Borgarfjarðar MRN 272 289 289 289 2023
Myndlistarskólinn í Reykjavík MRN 167 167 167 167 2023
Tækniskólinn MRN 4.933 5.237 5.237 5.237 2023
Verzlunarskóli Íslands MRN 1.629 1.733 1.733 1.733 2023
21 Háskólastig
21.10 Háskólar og rannsóknastarfsemi 7.293 7.590 7.368 7.292
Háskólinn á Bifröst HVIN 704 685 685 685 2027
Háskólinn í Reykjavík HVIN 4.622 4.812 4.812 4.812 2027
LBHÍ - ranns., þróunarv. og ráðgjöf MAR 223 223 2023
Listaháskóli Íslands HVIN 1.631 1.720 1.720 1.720 2026
Listaháskóli Íslands - kvikmyndanám HVIN 113 150 150 75 2026
23 Sjúkrahúsþjónusta
23.10 Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta 54.191 55.492 55.492 55.492
Framleiðslutengd fjármögnun Landspítali HRN 47.360 48.497 48.497 48.497 2027
Framleiðslutengd fjármögnun - SAK HRN 6.831 6.995 6.995 6.995 2027
24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
24.10 Heilsugæsla 5.722 5.771 5.771 5.771
Samningur um heimahjúkrun HRN 2.271 2.288 2.288 2.288 2024
Samningur um vaktþjónustu HRN 767 771 771 771 2023
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Höfði HRN 958 966 966 966 2023
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Lágmúla HRN 623 633 633 633 2023
Samningur um þjónustu heilsugæslu, Salastöðin HRN 662 668 668 668 2023
Samningur um þjónustu heilsugæslu,Urðarhvarf HRN 441 445 445 445 2023
24.20 Sérfræðiþjónusta og hjúkrun 17.656 20.502 20.502 20.502
Augasteinsaðgerðir HRN 82 85 85 85 2023
Barnalæknaþjónustan ehf. HRN 110 114 114 114 2023
HUH heimilislæknar utan heilsugæslu HRN 168 175 175 175 Ótímab.
Ljósmæður í heimaþjónustu HRN 493 501 501 501 2023
Samningar um myndgreiningu HRN 1.722 1.791 1.791 1.791 2023
Samningar um sýnarannsóknir HRN 1.142 1.188 1.188 1.188 Ótímab.
Samningar um tannlækningar aldraðra og öryrkja HRN 1.899 1.975 1.975 1.975 2023
Samningar um tannlækningar barna HRN 2.889 3.004 3.004 3.004 2023
Samningur sérgreinalækna HRN 8.740 10.990 10.990 10.990 2028
Samningur um heilbrigðisþjónustu í fangelsum HRN 124 127 127 127 2023
Sérhæfð heimahjúkrun barna HRN 41 42 42 42 2023
Tannréttingar HRN 246 510 510 510 2026
24.30 Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun 5.999 6.119 6.119 6.119
Endurhæfing hf. HRN 105 107 107 107 2025
Samningar um iðjuþjálfun HRN 43 44 44 44 2023
Samningar um sjúkraþjálfun HRN 5.359 5.466 5.466 5.466 2019
Talmeinafræðingar HRN 400 408 408 408 2023
Þverfagleg endurhæfing - Þraut hf. HRN 92 93 93 93 2023
24.40 Sjúkraflutningar 3.025 3.094 3.094 3.094
Mýflug- sjúkraflug HRN 674 712 712 712 2023
Samningur um sjúkraflutninga við Akureyrarbæ HRN 244 245 245 245 2023
Samningur við Brunavarnir Suðurnesja HRN 282 283 283 283 2023
Rauði kross Íslands / Útvegun sjúkrabifreiða HRN 292 315 315 315 2023
Samningur við Slökkvilið höfuðborgarsvæðis HRN 1.533 1.539 1.539 1.539 2023
25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
25.10 Hjúkrunar- og dvalarrými 45.467 49.675 49.675 49.675
Akureyrarkaupstaður, leiga á hjúkr.heimili HRN 129 135 135 135 2052
Bolungarvíkurkaupstaður, leiga á hjúkr.heimili HRN 27 29 29 29 2054
Borgarbyggð, leiga á hjúkrunarheimili HRN 94 99 99 99 2052
Garðabær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 160 167 167 167 2052
Hafnarfjörður, leiga á hjúkrunarheimili HRN 153 161 161 161 2058
Ísafjarðarbær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 83 87 87 87 2054
Mosfellsbær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 86 90 90 90 2052
Múlaþing, leiga á hjúkrunarheimili HRN 84 89 89 89 2054
Reykjanesbær, leiga á hjúkrunarheimili HRN 157 165 165 165 2053
Samningar SÍ við hjúkrunarheimilin HRN 42.678 46.712 46.712 46.712 2025
Seltjarnarnes, leiga á hjúkrunarheimili HRN 97 102 102 102 2058
Sóltún, Reykjavík HRN 1.719 1.839 1.839 1.839 2027
25.20 Endurhæfingarþjónusta 5.852 6.004 6.004 6.004
Alzheimersamtökin HRN 75 76 76 76 2024
Endurhæfingarstöð Styrktarfél. lamaðra og fatl. HRN 316 320 320 320 2023
Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, endurhæfing HRN 1.090 1.104 1.104 1.104 2024
HL stöðvarnar, Reykjavík og Akureyri HRN 81 82 82 82 2022
Hlein HRN 229 232 232 232 2024
Ljósið HRN 253 256 256 256 2023
Reykjalundur HRN 2.433 2.465 2.465 2.465 2024
Samningur um sjúkraþjálfun fyrir fatlaða HRN 111 112 112 112 2025
SÁÁ HRN 1.265 1.356 1.356 1.356 2023
29 Fjölskyldumál
29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn 225 76
Rekstur meðferðarheimilis í Krýsuvík FRN 150 2023
Rekstur sambýlis á Kópavogsbraut 5a FRN 75 76 2028
35 Alþjóðleg þróunarsamvinna
35.10 Þróunarsamvinna 838 880 923 924
GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarríkja - framlag UTN 838 880 923 924 2023
Samtals
172.996
183.082
181.691
180.435

 

1 Vakin er athygli á því að þar sem samningsupphæð vantar á eftir atvikum að taka ákvörðun um endurnýjun samnings.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum