Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Matvælaráðuneytið

Borgartúni 26
105 Reykjavík

Sími: 545 9700

Netfang: [email protected]

Kt. 710812-0120

Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00. Erindi og fyrirspurnir skal senda á netfangið [email protected]

Netföng starfsfólks

Matvælaráðuneytið samanstendur af þremur  fagskrifstofum og tveimur stoðskrifstofum sem starfa þvert á ráðuneytið.

Fagskrifstofur matvæla, landbúnaðar og sjávarútvegs vinna að faglegum undirbúningi mála og tryggja að þekking starfsmanna sé nýtt og henni viðhaldið. Fagskrifstofurnar bera ábyrgð á lagaramma og regluverki þeirra málaflokka sem eru á þeirra forræði og vinna í samráði við stofnanir ráðuneytisins.

Stoðskrifstofur fjármála og sjálfbærni tryggja að ávallt séu til staðar stjórnunar- og fjárhagslegar upplýsingar til undirbúnings og stuðnings við ákvarðanatöku hjá ráðuneytinu og stofnunum þess.

Markmiðið þessa stjórnskipulags er að treysta stefnumótun og samræma aðgerðir og vinnubrögð við framkvæmd stefnu ráðuneytisins og ráðherra. Jafnframt felur stjórnskipulagið í sér eflingu á innri starfsemi ráðuneytisins með áherslu á markvissa stjórnun.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Matvælaráðuneytið

 
 

Auðlindin okkar

Í lok maí 2022 skipaði matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri.

Matvælastefna

Hópur starfsmanna ráðuneytisins og utanaðkomandi sérfræðingar vinna að útfærslu matvælastefnunnar. Stefnan verður leiðarstef í matvælaframleiðslu á Íslandi jafnt á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs eða fiskeldis. Stefnan var kynnt á Matvælaþingi í nóvember 2022. 

Hvað gerum við

Hlutverk matvælaráðuneytis er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf. Matvælaráðuneytið byggir á grunni þeirra málefna sem voru á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, auk þess heyra undir það málefni skóga, skógræktar og landgræðslu.

Nánar
No image selected

Matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við embætti matvælaráðherra 9. apríl 2024. Hún hefur verið Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð) og var formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2017–2021.

Nánar um matvælaráðherra

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta