Hoppa yfir valmynd

Fiskeldi, eldi skel- og krabbadýra

Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Árið 2015 voru framleidd 8.500 tonn af eldisfiski á Íslandi og árið 2016 voru framleidd 15.000 tonn. Áform eru um enn frekari aukningu á næstu árum.

Stefnumótun er sérstaklega brýn í málaflokknum vegna hins hraða vaxtar greinarinnar en mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Starfshópi hefur verið falið að móta tillögur að heildstæðri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Stefnt er að því að hann skili af sér tillögum á haustmánuðum 2017.  

Lög um fiskeldi og reglugerð um fiskeldi móta lagaramma um atvinnugreinina. Ráðherra sjávarútvegsmála fer með yfirstjórn mála samkvæmt ofangreindum lögum en framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum