Hoppa yfir valmynd

Fiskeldissjóður


Fiskeldissjóður er nýr sjóður sem starfar á grundvelli 7. gr. laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Stjórn sjóðsins starfar eftir starfsreglum sjóðsins og við úthlutun styrkja úr sjóðnum 2021 er sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:

  • Styrkari samfélagsgerð, (menntun, menning, íbúaþróun)
  • Uppbyggingu innviða, (atvinnulíf, þjónusta)
  • Loftslagsmarkmið og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita)
  • Tenging við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi)
  • Nýsköpun hverskyns tengd ofangreindum þáttum

 

Stjórn sjóðsins Fiskeldissjóðs hefur úthlutað styrkjum í samræmi við lög nr. 89/2019 fyrir árið 2021.

Til úthlutunar voru 105 milljónir króna.

Styrki hlutu eftirfarandi fimm verkefni í fjórum sveitarfélögum:

Verkefni
                  Styrkfjárhæð
Fjarðabyggð: Leikskólinn Dalborg, Eskifirði
kr. 42.583.578
Ísafjarðarbær: Endurnýjun vatnslagnar í Staðardal
kr. 20.439.408
Múlaþing: Fráveituframkvæmdir í Djúpavogi
kr. 28.064.925
Vesturbyggð: Fjarlægja asbest vatnslögn Bíldudal
kr.   6.929.723
Vesturbyggð: Vatnsöryggi Bíldudal og Patreksfirði
kr.   6.982.366

Sjóðnum bárust 14 umsóknir frá sjö sveitarfélögum að fjárhæð samtals 239 milljónir króna. Samþykktar umsóknir námu 120,7 m.kr. Því voru styrkfjárhæðir skertar hlutfallslega í samræmi við forgangsröðun stjórnar.

Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. 

Greinargerð 2021

Frekari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins Hallveig Ólafsdóttir í netfangi [email protected] eða síma í 545-9700.

 

 

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira