Hoppa yfir valmynd

Fiskeldissjóður

FISKELDISSJÓÐUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI FYRIR ÁRIÐ 2021


Fiskeldissjóður er nýr sjóður sem starfar á grundvelli 7. gr. laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Stjórn sjóðsins starfar eftir starfsreglum sjóðsins og við úthlutun styrkja úr sjóðnum 2021 er sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:

  • Styrkari samfélagsgerð, (menntun, menning, íbúaþróun)
  • Uppbyggingu innviða, (atvinnulíf, þjónusta)
  • Loftslagsmarkmið og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita)
  • Tenging við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi)
  • Nýsköpun hverskyns tengd ofangreindum þáttum

 

Opnað verður fyrir umsóknir klukkan 16:00 mánudaginn 12.júlí 2021 og er umsóknafrestur til 30. ágúst til klukkan 16:00.

Heildarfjárhæð úthlutunar 2021 verður um 100 milljónir kr. 

Frekari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins Hallveig Ólafsdóttir í netfangi [email protected] eða síma í 545-9700.

 

 

 

Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2021

Umsóknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef stjórnarráðsins

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutun:
Reglugerð um Fiskeldissjóð
Starfsreglur sjóðsins
Úthlutunarreglur sjóðsins


Hér má finna matsþætti og mælikvarða stjórnar sjóðsins: Matsþættir [excel]


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira