Hoppa yfir valmynd

Fiskeldissjóður

Fiskeldissjóður starfar á grundvelli 7. gr. laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Stjórn sjóðsins starfar eftir starfsreglum sjóðsins.

Við úthlutun styrkja úr sjóðnum er sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:

  • Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþróun). 
  • Uppbyggingu innviða (atvinnulíf, þjónusta).  
  • Loftslagsmarkmiðum og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita). 
  • Tengingu við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi).
  • Nýsköpun hverskyns, tengd ofangreindum þáttum.

Sveitarfélög þar sem sjókvíaeldi er stundað eru hvött til að sækja um styrk til sjóðsins og kynna sér þær reglur sem um það gilda, sérstaklega úthlutunarreglur sjóðsins, sem eru aðgengilegar hér að neðan.     

Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutun:

Frekari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins Hjalti Jón Guðmundsson, netfang: [email protected] eða í síma í 545-9700.

Úthlutun úr Fiskeldissjóði 2023

Stjórn Fiskeldisjóðs hefur úthlutað styrkjum til 12 verkefna í sjö sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 247,7 milljónir króna. 

Alls bárust 25 umsóknir frá átta sveitarfélögum, ein var dregin til baka þannig að fyrir lágu 24 gildar umsóknir að fjárhæð 758.512 m.kr. eða þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar.

Úthlutun lauk 3. maí og hljóta eftirtalin verkefni styrk að þessu sinni:

Sveitarfélag/verkefni
Ár 2023
Bolungarvík
33.280.000
Vatnsveita (framhaldsverkefni)
33.280.000
Fjarðabyggð
46.950.000
Dýpkun, Eskifjörður
24.500.000
Fráveita, í sex byggðakjörnum
22.450.000
Ísafjarðarbær
46.280.000
Fráveita Flateyri
22.010.000
Hreinsivirki og sameining útrása á Suðureyri
24.270.000
Strandabyggð
24.440.000
Færanlegar kennslustofur, Hólmavík
24.440.000
Súðavíkurhreppur
2.750.000
Afmörkun hafnarsvæðis f. ISPS vottun
2.750.000
Tálknafjarðarhreppur
24.760.000
Húsnæði leikskóla, Börn breyta heiminum
24.760.000
Vesturbyggð
69.230.000
Slökkvibifreið á Bíldudal
29.020.000
Vatneyrarbúð, þekkingar- og þróunarsetur á Patreksfirði
8.480.000
Viðbygging við leikskólann Araklett, Patreksfirði
26.480.000
Örveruhreinsun með geislatækni
5.250.000
Samtals
247.690.000


Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.

Verklag og regluverk

 

Um sjóðinn gilda lög nr. 89/2019. Stjórn sjóðsins ber að leggja faglegt mat á umsóknir og verkefni og forgangsraða þeim í samræmi við hlutverk sjóðsins og áherslur stjórnar hverju sinni. Þær áherslur koma fram í 4. gr. úthlutunarreglna sjóðsins og eru óbreyttar frá fyrra ári:

1. Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþróun) allt að 20%;

2. Uppbygging innviða (atvinnulíf, þjónusta) allt að 17,5%;

3. Loftslagsmarkmið og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita) allt að 15%;

4. Tenging við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi) allt að 10%;

5. Nýsköpun hvers kyns, tengd ofangreindum þáttum allt að 7,5%.

Stjórn sjóðsins fundaði 14 sinnum á tímabilinu 2. mars til loka apríl til að fara yfir og meta umsóknir. Stjórn hélt fjarfundi með sveitarfélögunum hverju fyrir sig þar sem færi gafst á að kynna og ræða umsóknirnar og fyrirliggjandi verkefni. Er það mat stjórnar að sú nýbreytni hafi gefist vel.

Metið var að hve miklu leyti hver umsókn félli að hverjum og einum áhersluþætti, sem hafa vægi á bilinu 7,5%-20%, en fullnægjandi kostnaðar- og framkvæmdaráætlun gildir allt að 30%. Við mat á umsóknum ber sjóðnum einnig að leggja áherslu á þörf fyrir uppbyggingu innviða og þjónustu á umsóknarsvæðum sem og raunhæfni áætlana, sbr. 2. mgr. 8. gr. rg. 100/2022. Forgangsröðun matsþátta kemur fram á matsblaði sem stjórn studdist við og er hluti af úthlutunarreglum.

Sem fyrr gaf stjórnin umsóknum einkunn eftir sjö matsþáttum, sem skipt var í tvo fasa. Í fyrri fasa voru skoðaðir tveir þættir; lýsing á markmiði verkefnisins og framkvæmdar- og kostnaðaráætlun. Gerð var krafa um að lýsing á markmiði verkefnisins væri skýr og vel skilgreind, enn fremur að framkvæmdar- og kostnaðaráætlun væri vel unnin, raunhæf og fjármögnun trúverðug. Ef umsókn uppfyllti ekki þessi skilyrði var hún ekki metin styrkhæf og fékk ekki frekari umfjöllun.

Í síðari fasa voru verkefni sem uppfylltu áðurnefndar kröfur metin skv. matsþáttunum fimm sem endurspegla áherslur sjóðsins. Voru áhrifin metin eftir því hvort þau væru engin, lítil, nokkur, mikil eða afgerandi og verkefnum síðan raðað í samræmi við þá einkunnagjöf.

Fjárhæð samþykktra umsókna nam samtals um 455.860 m.kr. Þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins er lægra en sú fjárhæð voru allar umsóknir fyrst skertar hlutfallslega miðað við einkunn. Til þess að samtala úthlutaðra styrkja væri 247,7 m.kr., sem er sú fjárhæð sem sjóðurinn hefur til úthlutunar, voru samþykktar umsóknir síðan skertar um 33,4%.

Úthlutun 2021-2023

Frá stofnun sjóðsins 2021 hafa 537,8 milljónir króna runnið til fjölbreyttra og krefjandi verkefna í viðkomandi sveitarfélögum til að mæta vaxandi kröfum íbúa og atvinnulífs í takt við aukin umsvif í sjókvíaeldi. Úthlutunarfjárhæð 2023 var sem fyrr segir  247,7 milljónir króna. Á árinu 2021 var úthlutað 105 milljónum króna og 185 milljónum á árinu 2022.

Úthlutunarreglum sjóðsins var breytt lítillega á fundi stjórnar 12. janúar 2023 að undangenginni kynningu og  viðræðum við sveitarfélögin. Fallið var frá því að ákveða hámarksfjárhæð styrkja til einstakra verkefna, sem á fyrra ári nam 50 milljónum króna, en stjórn hefur rétt til að setja hámark á styrki með hliðsjón af úthlutunarfjárhæð og umfangi umsókna hverju sinni. Ekki kom til þess við úthlutun í ár. Þá er nú áskilið að þegar sótt er um framhaldsstyrk til verkefnis, sem áður hefur hlotið styrk úr Fiskeldissjóði, skuli liggja fyrir lokaskýrsla vegna fyrri áfanga og/eða greinargott yfirlit um ásættanlega framvindu verkefnisins að mati stjórnar. Sem fyrr voru ekki veittir styrkir til sama verkþáttar sem áður hefur hlotið styrk og verkefni sem eru á könnunar- og frumstigi víkja fyrir öðrum sem sýnt er að komi til framkvæmdar á tímabilinu.

Stjórn sjóðsins var samstiga í einkunnagjöfinni. Stjórnin metur það svo að aðferðafræðin sem beitt var við mat á umsóknum hafi gefist vel og einkum sú nýbreytni að halda fjarfundi með fulltrúum sveitarfélaganna. Stefnir stjórnin að því að beita sambærilegri aðferðafræði við úthlutun á næsta ári og leggur áherslu á að hafa áfram gott samráð við sveitarfélögin.

Stjórn Fiskeldisjóðs hefur úthlutað öðru sinni styrkjum til eflingar innviða og atvinnulífs í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað.

Stjórn sjóðsins fundaði sex sinnum á tímabilinu 4. apríl til 13. maí til að fara yfir og meta umsóknir. Samþykktar umsóknir námu samtals um 299,5 milljónum króna en þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins er lægra en sú fjárhæð voru styrkfjárhæðir skertar hlutfallslega í samræmi við forgangsröðun stjórnar. Eftirfarandi níu verkefni frá sex sveitarfélögum hljóta styrk í ár:


Vatnsveita í Bolungarvík, bygging miðlunartanks, Bolungarvíkurkaupstaður, 33,4 milljónir kr.

Endurnýjun vatnslagna í Staðardal, Ísafjarðarbær (framhaldsverkefni), 33,4 milljónir kr.

Nemendagarðar Háskólaseturs, frágangur lóðar, Ísafjarðarbær, 16 milljónir kr.

Fráveituframkvæmdir í Djúpavogi (framhaldsverkefni), Múlaþing, 32,4 milljónir kr.

Smitvarnir í Súðavíkurhöfn, Súðavíkurhreppur, 4,1 milljón kr.

Uppbygging á hafnarsvæði, Tálknafjarðarhreppur, 28,8 milljónir kr.

Áhaldahús og slökkvistöð á Bíldudal, Vesturbyggð, 22,6 milljónir kr.

Vatnsöryggi í Vesturbyggð, (framhaldsverkefni), Vesturbyggð, 4,1 milljón kr.

Öruggar gönguleiðir, gerð gangstétta, Patreksfirði, Vesturbyggð, 10,3 milljónir kr.

Þrjú af ofangreindum verkefnum fengu styrk við úthlutun 2021.


Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.

Frá stofnun sjóðsins 2021 hafa tæplega 300 milljónir króna runnið til fjölbreyttra og krefjandi verkefna í viðkomandi sveitarfélögum til að mæta vaxandi kröfum íbúa og atvinnulífs í takt við aukin umsvif í sjókvíaeldi. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til níu verkefna í sex sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 185,1 milljón króna. Úthlutun á fyrra ári nam 105 milljónum króna. 

Stjórn Fiskeldissjóðs hefur úthlutað styrkjum í samræmi við lög nr. 89/2019 fyrir árið 2022. Auglýst var eftir umsóknum 18. febrúar s.l. og var umsóknarfrestur til 25. mars. Alls bárust 15 umsóknir frá átta sveitarfélögum, samtals að fjárhæð rúmlega 457 milljónir króna en framlög á fjárlögum til úthlutunar á árinu 2022 námu 185,1 milljónum króna. Sjóðnum ber að leggja faglegt mat á umsóknir og verkefni og forgangsraða þeim í samræmi við hlutverk sjóðsins og áherslur stjórnar hverju sinni. Þær áherslur koma fram í 4. gr. úthlutunarreglna sjóðsins og eru við úthlutun 2022:

1. Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþróun)

2. Uppbygging innviða (atvinnulíf, þjónusta)

3. Loftslagsmarkmið og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita)

4. Tenging við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi)

5. Nýsköpun hvers kyns, tengd ofangreindum þáttum.

Við mat á umsóknum ber sjóðnum einnig að leggja áherslu á þörf fyrir uppbyggingu innviða og þjónustu á umsóknarsvæðum sem og raunhæfni áætlana, sbr. 2. mgr. 8. gr. rg. nr. 100/2022. Metið var að hve miklu leyti hver umsókn félli að hverjum og einum áhersluþætti. Forgangsröðun matsþátta kom fram á matsblaði sem stjórn studdist við og er hluti af úthlutunarreglum. Stjórn sjóðsins skipti matsþáttum í tvo hluta. Í fyrri hluta voru skoðaðir tveir þættir; lýsing á markmiði verkefnisins og framkvæmdar- og kostnaðaráætlun. Gerð var krafa um að lýsing á markmiði verkefnisins væri skýr og vel skilgreind, enn fremur að framkvæmdar- og kostnaðaráætlun væri raunhæf, ítarleg og sundurliðuð og fjármögnun trúverðug. Ef svo var ekki, var umsóknin ekki metin styrkhæf og fékk ekki nánari umfjöllun. Í síðari hluta voru verkefni, sem uppfyllt höfðu áðurnefndar kröfur, metin skv. áðurnefndum fimm matsþáttum sem endurspegla áherslur sjóðsins. Voru áhrifin metin eftir því hvort þau væru engin, lítil, nokkur, mikil eða afgerandi.

 

Úthlutun úr Fiskeldissjóði

Stjórn Fiskeldissjóðs hefur úthlutað styrkjum í samræmi við lög nr. 89/2019 fyrir árið 2021.

Til úthlutunar voru 105 milljónir króna.

Styrki hlutu eftirfarandi fimm verkefni í fjórum sveitarfélögum:

 

Verkefni

        Styrkfjárhæð

Fjarðabyggð: Leikskólinn Dalborg, Eskifirði

        kr. 42.583.578

Ísafjarðarbær: Endurnýjun vatnslagnar í Staðardal

        kr. 20.439.408

Múlaþing: Fráveituframkvæmdir í Djúpavogi

        kr. 28.064.925

Vesturbyggð: Fjarlægja asbest vatnslögn Bíldudal

        kr. 6.929.723

Vesturbyggð: Vatnsöryggi Bíldudal og Patreksfirði

        kr. 6.982.366

 

Sjóðnum bárust 14 umsóknir frá sjö sveitarfélögum að fjárhæð samtals 239 milljónir króna. Samþykktar umsóknir námu 120,7 m.kr. Því voru styrkfjárhæðir skertar hlutfallslega í samræmi við forgangsröðun stjórnar.

Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.

Stjórn sjóðsins var samstiga í mati á umsóknum og var yfirferð umsókna skilvirk. Stjórn sjóðsins metur það svo að aðferðafræðin sem beitt var við mat á umsóknum hafi gefist vel og stefnir stjórnin að því að beita sambærilegri aðferðafræði við úthlutun á næsta ári.

  

 

Ársskýrslur

Fundargerðir 2023

Fundargerðir 2022

Fundargerðir 2021

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum