Hoppa yfir valmynd

Nýsköpun

Nýsköpun er undirstaða framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samkeppnisdrifnum, alþjóðavæddum heimi. Bætt nýting framleiðsluþátta með nýrri tækni eða nýjum framleiðsluaðferðum er undirstaða bættar framleiðni  og þar með bættra lífskjara. Alþjóðageirinn, sem flokka má sem þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum og eru að mestu óháð staðbundnum auðlindum er einn af helstu vaxtarsprotum íslensks efnahagslífs þar sem hugvitsdrifin starfsemi á sviði  tækniþróunar, hönnunar og snjallra lausna mynda drifkraft margskonar framfara er viðkoma atvinnulífi og samfélagi. 

Möguleikarnir eru óþrjótandi og mun sú þróun mun halda áfram og hafa aukin áhrif eftir því sem tækninni fleygir fram. Gjarnan er talað um fjórðu iðnbyltinguna í þessu sambandi. Opinber stefnumörkun og aðgerðir til að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun eru eitt meginviðfangsefni stjórnvalda til að stuðla að alþjóðlega samkeppnishæfu atvinnulífi og aukinni verðmætasköpun, þvert á atvinnugreinar. Stefna stjórnvalda er framkvæmd í gegnum ríkisstofnanir sem tilheyra stoðkerfi atvinnulífsins og einnig í gegnum sjóði og styrkáætlanir.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum